Samtíðin - 01.04.1943, Page 17

Samtíðin - 01.04.1943, Page 17
SAMTÍÐIN 13 RICHARD HUGHES': 106. saga Samtíðarinnar NÓTT f KOFA ETTA KVÖLD labbaði ég fram- hjá einum tíu eða tuttugu reisi- legum hlöðum og kofum án þess að finna nokkurt skýli við mitt bæfi. Skógarstígarnir í Worcesterskíri voru blykkjóttir og blautir, og það var næstum því orðið dimmt, þeg- ar ég rakst á eyðikofa kippkorn frá veginum. Umbverfis kofann var lítill, illa hirtur g'arður. Það liafði rignt mikið fyrri hluta dagsins, og vatnið lak enn þá af blöðum ávaxta- trjánna, sem voru þarna á víð og dreif. Ivofaþakið virtist vera heilt. Það var engin ástæða til að ætla, að ekki væri þurrt inni i kofanum, að minnsta kosti eins þurrt og í öðr- um kofum hér um slóðir. Eg ákvað að láta þarna fyrir ber- ast. Siðan skotraði ég augunum eft- ir veginum til beggja lianda, dró járnstöng út úr barmi mínum og rak hana í hurðina, sem ekki var nema einn hengilás fyrir. Inni var koldimmt og drungalegt. Andrúms- loftið var rakt og þungt. Ég kveikti á eldspýtu, og við Ijósbjarmann sá ég inn í kolsvartan gang. Síðan slokknaði á eldspítunni. Ég lokaði nú dyrunum vendilega, enda þótt litlar líkur væru til þess, að nokk- urn mann mundi bera þarna að garði um þetta leyti sólarhringsins °g það á svona afskekktum skógar- stíg. Við bjarmann af annarri eld- spýtu skeiddist ég inn eftir gang- inum og komst inn í litið berbergi bandan við hann. Þar var örlítið bjartara, því að á þessu herbergi var þakgluggi. I herberginu var dá- lítill, ryðgaður ofn, og af því að ég bjóst ekki við, að neinn mundi verða reykjarins var, losaði ég með hnífnum mínum fjalir úr þilinu, og skömmu seinna hafði ég hitað mér le á snarkandi eldi og hengt nokk- uð af rennvotum fötunum mínum lil þerris umliverfis ofninn. Þvi næsl fyllti ég ofninn af spýtum, kom stígvélunum mínum fvrir þar, sem mestar líkur voru til, að þau þorn- uðu hezt og lagðist síðan endilang- ur til svefns. Ég get ekki liafa verið húinn að sofa lengi, því að þegar ég vaknaði, skíðlogaði enn í ofninum. Það er ekki liægt að sofa lengi endilangur á hörðu fjalagólfi, því að maður verður stirður i skrokknum og vakn- ar livað lítið, sem maður hrevfir sig. Eg velti mér á hina hliðina og var í þann veginn, að sofna aftur, þegar ég lieyrði, mér til mikillar undrunar, fótatak frammi á gangin- um. Nú leizt mér ekki á blikuna. En bér varð að taka þvi, sem að höndum bæri. Nú yrði ég sennilega handtekinn og fluttur aftur til Wor- cester-fangelsisins, sem ég hafði

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.