Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN Próf. ÓLAFUR LÁRUSSON: Ræða til stúdenta Flutt í rússagildi. 'iy ÝJU STÚD- ENTAR, stúlkur og piltar! Þegar eg liafði lofað að mæla nokkur á-varps- orð til yðar við þetla tækifæri, varð mér fyrst fyrir að Imgleiða, livaða texta eg ætti að velja i uppi- stöðu þeirra fáu orða, sem eg segði hér. Alti eg að velja mér „texta dags- ins“, svo eg noti orð kirkjunnar, tala við yður um gleði og lífsnautn stúd- entsáranna, eins og oftast er gert á samkomum slikum sem þessari? Atti eg að víkja litilsháttar við orð- um skáldsins og segja við vður: Apollo, Bachus, aurea sil Aphrodite vobiscum? Átti eg að kalla þessa olympísku þrenningu sunnan frá hinu sólhýra Miðjarðarhafi hingað norður í skammdegismyrkrið og biðja þau að vera gjöful við yður og úthluta hverju einu yðar rikulega af náðar- gáfum sínum á stúdentsárum yðar? Mér kom þá annar texti í hug og valdi liann, og hann er úr allt annari átl og allt annars efnis. Mér flugu í hug þessar hendingar úr Bjarkamál- um hinum fornu: Vek-at ek yðr at víni, né at vífs rúnum, heldr vek ek yðr at hörðum hildar leiki. og hvað sem öðrum sýnist, þá sýnist mér það eiga vel við, á þessum styrj- aldartímum, að bjóða yður velkomin í hóp akademiskra borgara með þess- um orðum og tala við yður um stríð og baráttu. Því lifið er stríð, harður hildarleik- ur. Þetta er náttúrulögmál, sem all- ar kynslóðir hafa orðið og munu verða að beygja sig undir. Til þess hernaðar er hver maður lierskyldur, undan þeirri herþjónustu fær enginn skotið sér, þar „kaupir sig enginn frí“. Strið og baráttu sjáum vér, hvert sem vér lítum, stríð um mikilvæg efni, stríð um smávægileg efni, stríð í ýmsum myndum, frá einvígum og upp í fýlkoruslur, stríð með allskon- ar vopnum og vígbrögðum. Allsstað- ar er barizt um hin ytri völd og yfir- ráð. Þjóðirnar heyja nú miskunnar- lausa báráttu um drottinvaldið yfir jörðinni, og beita öllum þeim vigvél- um og vopnum, sem hugvit mann- anna getur fundið skaðvænlegust. A siðastliðnu sumri var tvívegis háð óvægileg harátta um völdin í hinu litla þjóðfélagi voru, harátta, sem harst inn i hvern smáhrepp, jafnvel Ólafur Lárusson

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.