Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 9
SAMTÍÐIN
5
inn á hvert heimili í landinu. Þér,
stúdentar, liafiö nýlega háð haröa
baráttu um völdin í samfélagi yðar.
En þótt mikill gnýr standi af allri
þessari haráttu um völdin hið ytra,
þá eru höfuðyígstöðvarnar í stríði
Iífsins ekki þar sem hún er háð. Úr-
slitaátökin í lífi einstaklingsins fara
fram á allt öðrnm vettvangi.
At leve er Krig med Trolde
om Iljærtet og Hjærnens Hvælv.
sagði Hinrik Ihsen. Þessi barátta við
tröllin er sú heimsstyrjöld, sem all-
ir menn verða að heyja, nauðugir,
viljugir. A þeim vígstöðvum hiða
menn ósigra og vinna sigra eftir því,
sem framganga og auðna livers ein-
staks er. Þar eru höfuðorusturnar
háðar.
t allri báráttu varðar það miklu,
fvrir livað er I>arizl. Þegar lífið sjálft
vekur vður að hörðum hildarleiki,
þá spyrjið þér: „Til hvers er sú bar-
álta, fvrir hvað eigum vér að berj-
ast“? Eg svara yður því, að þér eigið
að berjast til fjár og landa.
Svarið kann að þykja kaldranalegt
og minna á víkingaferðir eða valda-
pólitík stórþjóðanna. En þér skuluð
ekki skilja það bókstaflega. Fé
það, sem þér eigið að berjast til,
er ekki krónur og aurar, ekki
sterlingspund eða dollarar, ekki
rúblur eða ríkismörk. Það er ekkert
af því, sem venjulega er kallað fjár-
munir. Það er annar málmur, höfg-
ari og göfgari, gullmálmur hjartans.
Þeirrar auðlegðar eigið þér að afla í
víkingu lífs vðar, koma heim að
haustnóttum með fuljar hendur fjár,
gull manngildisins, gjna málminn.
sem mölur og rvð fær eigi grandað,
einu myntina, sem engum verðsveifl-
um er háð og aldrei er fölsuð.
Þér eigið að berjast til Ianda. Ein-
hver kann að segja, að þér séuð svo
auðug að löndum, að þar sé engu við
að bæta. Þér eruð æskan, og æskan
á mikil lönd og fögur, dýrðarheima
og draumalönd, óendanlegar víðátt-
ur fullar af allskonar dýrð og dá-
semdum. En reyndin hefir orðið sú,
að mörgum manninum hefir haldizt
illa á þeim fögru löndum, sá mikli
auður reynist oft æði stopull.
í gömlum fornsænskum sagna-
þætti, sem tengdur er við hin elztu
Iög Gotlands, er frá því sagt, að þau
álög hafi legið á Gotlandi í fyrndinni,
að það „daghnm sanc oc natum war
uppi“. Það sökk í sæ um daga og reis
úr sæ á nóttum. Þá kom maður fyrst-
ur eldi á land, „oc siþan sanc þet
aldri“.
Likt þessu er draumalöndum æsk-
unnar oft og tíðum farið. I’egar
komið er út í önn dagsins, út í ys
haráttunnar, þar sem markmiðin eru
svo margvísleg, vill svo fara, að þau
sökkvi í sæ gleymskunnar, sökkvi
svo djúpt, að vatni yfir hæstu tinda,
og hjá mörgum fer svo, að þau týndu
Iönd rísa aldrei aftur upp úr því haf-
djúpi. Þar varðar miklu, hvort eldi
hefir verið komið á landið og hvort
hann logar þar enn. Meðan hann log-
ar sekkur landið ekki.
Eldr er hestr
með ýta sonum,
ok sólarsýn,
segir i Hávamálum. Mennirnir liafa
trúað á eídinn og tignað hann. Þeir