Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 26

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 26
22 SAMTÍÐIN og hve niargir séu bezlu skáldin og listamennirnir, eða að hann birti þessa niðurstöðu að fenginni álits- gjörð þeirra allra. Mér þykir því mjög líklegt, að listin muni mjög bráðlega kasta fjötrunum, sleppa öllu formi, svo að bún geti verið fullkomlega frjáls. Hvernig hún eftir það birlir okkur, sljóskyggnum jarðarbörnum, sína göfugu tilveru, er mér reyndar bulið, vegna minnar fáfræði, — en ég get reynt að bfa í voninni um, að mér vitrist þáð síðar. Ég ætla ekki að taka mér dóms- vald um það, bvort felast muni meiri og göfugri list i rími eða rimleysu. Til þess mun mig skorta bæði gáfur og menntun, auk þess blutleysis, sem hlýtur að vera frumskilyrði fyrir réttum dómi. En hvort hr. Gr. F. er fullkomlega óvilhallur til að mæla og úrskurða hæðarmun á rímleysingjum og rímþursum get ég ekki fullyrt, þó að ég hafi fremur hneigð til að efast um það. Satt að segja hefi ég frem- ur Ijtinn áhuga fyrir slikum sam- anl)urði, ef til vill meðfram vegna þess, að ég veit ekki, hver eða hverjir ætlu að fella þar rétt- látan úrslitadóm, en a. m. k. finnst mér varla, að andstæðingarnir sjálfir muni vera bezt til þess kjörnir. Mér þylcir gjörast ærið landþröngt í ríki orðlistarinnar, ef þegnarnir komastþar ekki lengurfyrir árekstra- laust, beldur verða að skiptast í hat- ramar, andstæðar fylkingar, reiðu- búnar til þess að munnhöggvast og pennaleggjast af lítilli hlífð. Mundi ekki vera réttara að reyna að gjöra sér ljóst, hvað misklíðinni veldur? Mér finnst fyrir mitt leyti sjálf- Fallegir og góðir skór eru yður til yndis- auka og ánægju , og þá fáið þér hjá okkur. <$káverzlun<B.<$Íefán88onar A 1 1 s k o n a r rafvéla- viðgerðir viðgerðir og nýlagnir í verksmiðjur, hús og skip. H.f. SEGULL Verbúðunum Reykjavík.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.