Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN lykli. Kvaðst hann læsa henni til þess að forvitin augu gætu eigi séð, livað i henni væri; sér væri eigi annt um að fá á sig heysnýkjugesti og þess háttar bónbjargarlýð, sem nýrækt og útlendur áburður væru elcki enn búin að gera landræka. Hlaðan var niður grafin. Yið gengum fótvissir tröppustiga, grjótMaðinn, unz við höfðum hlöðugólfið undir iljum. Þarna gaf á að hta tvö töðustál, og var annað þeirra drjúgum fyrir- ferðarmikið, hitt miklu minna. Um- gengnin í hlöðunni var með þeim á- gætum, að hvergi sást strá á gólfinu og eggsléttar brikurnar í sárið, þar sem fingurnir höfðu fjallað um og reitt smjörgrösin í málaskammt lcúnna. Birgir tók tuggu úr öðrum stabb- anum og brá upp í sig, en rétti mér af henni og mælti, brosleitur: — Bragðaðu þetta, það er góm- sætt og disætt, þó gamall sé, fiunst þér það ekki ? Ég samsinnti og kjamsaði stráin. •— Og þessi taða er lioll og gefur góða mjólk og heilsu. Mínar kýr fá aklrei doða og hafnast reglulega. En kýrnar, sem eru aldar á nýræktartöðu og síldarméli, gefa aðra raun! Ég vildi eigi þræta við Birgi um þessi mál og sneri talinu i aðra átt: — Hér þykir mér gott að koma og litast um. Eu þvi fyrnirðu töðuna í tveim bríkum? Þykir þér eigi verra að kasta í hlöðuna nýrri töðu, þegar svona er í pottinn búið? — Við hvað áttu, ráðunautur? — Ég á við það, að nýja taðan muni mis-síga og fergjast miður, þegar hún hefur aðhald af tveim stöbbum eða bríkum, með geil sín í milli! — Nú, þú átt við það! En þér að segja, bjóst ég ekki við að fyrna þessa litlu. Ég hafði hana svona til vara, ef á mig væri leitað um hjálp, hafði hana i vitum mínum til úrlausnar. Ég hefði ekki tekið ósköp nærri mér að tutla hana sundur handa betli- lúkum. En ef öll þessi taða væri i einu lagi, þá hefði ég ekki getað áreitt hana. Það væri mér ómögulegt. En í þetla sinn sá blessuð vortiðin um það, að ég fékk að vera óáreittur með mitt! Veggir þessarar hlöðu voru gerðir úr kólfagrjóti, sléttir eins og meitil- berg upp að miðju, en hlaðnir þar fyrir ofan úr mýrlendisstreng. Illað- an var reft og þakin. Ég spurði, hvort hlaðan gæti varið sig fyrir stór-úr- komu. Ég fékk það svar, að náttúran væri svo hliðholl Leyningi, að þar væri afdrep, þegar aðal-úrkomu- áttin gengi yfir sveitina. ■—-- Þó að ég sé elskur að grasrótinni, mundi ég hafa svipt hlöðuna þekjunni og sett á hana grátt járn, ef leki hefði skemmt fyrir mér blessaða töðuna mína. Það væri álíka illt eins og að fá hripleka í yfirsæng úr æðardún. Það mundi engin kona þola. En Ekki áttu að sofa liér, maður minn. Við skulum ganga héðan í bæinn. Hér er háttað á tilteknum tíma og farið á fætur tímanlega. Þér veitir varla af að sofa í nótt, hefir liklega háttað seint þar á Brávöllum og vaknað snemma við hanagalið, nema ef þú ert því vanur. Ilérna baula kýrnar og minna á fótaferðina. Við gengum út úr fjóshlöðunni,

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.