Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 7
SAHTiÐIN Júní 1943 Nr. 93 10. árg., 4. hefti UTGEFANDI: SIGURÐUR SKULASON MAGISTER. UM UTGAFUNA SJA BLS. 32. IHINNI stórmerku bók sinni „Listin að lifa", sem vér höfum að undanförnu birt úrvalskafla úr hér í tímaritinu, seg- ir André Maurois svo um viðhorfið gagn- vart dauðanum: Það eru tvær góðar að- ferðir til þess að deyja. Onnur er sú að fara að dæmi Epicurusar-sinna, sem virða dauðann að vettugi. Hin er að gera meira úr honum en öllu öðru að hætti kristinna manna. „Venjið yður á," segir Epicurus, „að líta þannig á, að dauðinn sé ekki neitt að því, er oss snertir, því að það, sem vér teljum gott og illt, er aðeins undir skynjunum vorum komið, og með komu dauðans er allri skynjun lokið. Sú skýrgreining, að dauðinn sé hégómi einn, er ein af unaðssemdum dauðlegs manns. ...Sá maður þarf ekkert að óttast í líf- inu, sem hefur gert sér ljóst, að um fram- hald þess sé alls ekki að ræða.... Meðan vér lifum, er enginn dauði til, og þegar vér deyjum, er tilveru vorri lokið." Krist- inn heimspekingur óttast ekki dauðann, því að hann Iítur á hann sem umskipti og trúir því, að eftir hann muni hann hitta þá, sem honum voru ástfólgnir og muni þaðan í frá njóta miklu betri til- veru en hér á jörðu. Það er naumast a.ð undra, þó að dýr- lingar og hetjur hafi hlotið göfugt and- lát. En þó að vér sleppum slíkum afreks- mönnum, er óhætt að fullyrða, að góður starfsmaður, sem vinnur, meðan hann fær uppi staðið, hlýtur virðulegt andlát. Rit- höfundar hafa horfzt í augu við dauðann eins og hetjum sæmir. Vér munum, að þeir Balzac og Proust sáu á dauðastund- inni allt í kringum sig persónur, sem þeir höfðu sjálfir skapað. Annar var sí og æ að kalla á doktor Bianchon, og hinn var að tauta nafnið Forcheville. Karl II. Englandskonungur dó eins og konungi og sönnum manni sómdi með þessi orð á vörum: „Ég hef verið ósköp lengi að deyja. Ég vona, að þér fyrirgefið mér slíkt". Þegar Richelieu var spurður, hvort hann mundi fyrirgefa óvinum sínum, sagði hann: „Ég á enga aðra en þá, sem eru óvinir rikisins." Corot lét í ljós einlæga von um það, að sér auðnaðist að mála í himnaríki. Chopin sagði: „Leikið Mo- zart til minningar um mig." Stundum eru menn svo gagnteknir af störfum sínum, að þau lifa þá, ef svo mætti að orði kveða. Heimspekingurinn Halle, sem einnig var læknir, taldi æða- slög sín, er hann var að dauða kominn. „Vinur minn, sagði hann við einn af starfsbræðrum sínum, „slagæðin er hætt að slá." Þetta voru hans síðustu orð. Stærðfræðingurinn Lagny birti í byrjun 18. aldar nýja og styttri aðferð en áður var kunn til þess að draga út tvíveldis- og þríveldisrætur. Þegar hann var í and- arslitrunum og virtist vera orðinn með- vitundarlaus og hættur að þekkja vini sína, laut einhver niður að honum og sagði: „Lagny, hver er tvíveldisrótin af 144?" „Tólf," anzaði hann og var þegar örendur. Tveir enskir rithöfundar, Birrell og Lu- cas, hafa gefið út bók um andlát ýmissa manna, og við lestur hennar eykst virð- ing vor fyrir mannlegu hugrekki. Það er næsta lítið um bleyðiskap í henni. „Að deyja er ekki annað en að sofna" .... Ý NÆSTA hefti mun birtast mjög snjöll grein eftir síra Arna Sigurðsson, er, hann nefnir: „ísland og Noregur". Marg- ar fleiri merkar greinar bíða næstu hefta. Allir þeir, sem gerast áskrifendur að Sam- tíðinni á miðju ári, fá hana frá síðustu áramótum. Fjölgið áskrifendum ritsins um gervallt fsland.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.