Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 12
SAMTÍÐIN Kjartan J. Gíslason frá Mosfelli: ft&hMOIWCuéöfy Oft ég heyri enn í gömlum lögum, sem einhver knýr úr harmoniku sinni glaða rödd frá löngu liðnum dögum, lítil brot úr ævisögu minni. Margt sveitaballið sé ég þá í anda, sem sýnt mér það í nýrri kvikmynd væri, sé litla skólahúsið hokið standa, í höll sem breyttist við slík tækifæri. Á fyrsta ballið, það er mér í minni, í maí á einu af þessum köldu vorum, ég léttur reið á gráu gæruskinni, á gömlum klár, sem varla komst úr sporum. Hann var á litinn alveg eins og nykur með afar gilda, klunnalega fætur. Ég hafði hlakkað til í tíu vikur og tapað hálfum svefni margar nætur. Og stundin kom með harmonikuitljóma, og heimasætur stigu dansinn fríðar. Aldrei sá. ég ævintýraljóma annan meiri á nokkrum dansleik síðar. m Það kvaldi mig þó fyrst, að ég var feiminn og fann til þess, hvað ég var lítill snáði, en brátt mér fannst ég eignast allan heiminn, er upp ég stúlku bauð, sem dansinn þáði. En feimnin hvarf, og furðu mikið næmi í fótum mínum leyndist, sízt ég gáði í dansinum að dálitlu ósamræmi, því dömunni ég varla í mitti náði. Og daman mín var dís á peysufötum, að dansa hafði ekki lært í skóla, né gengið „rúnt" á Reykjavíkurgötum, hún reyndi ekki að eignast silkikjóla. Við augum mínum silkisvuntan brosti með sína ævintýrafögru liti. Ég hugsaði um hina og þessa kosti hennar, og af enni mér spratt sviti. Ég vissi, að það var sólskinsheitur heimur, sem hratt í litlu fangi mínu snerist, að þar var landnám ekki ætlað tveimur eða mörgum, svo sem stundum gerist. * Og áfram tíminn ók sem lystikerra í allavega færð, í þurrki og vætu. Ég þóttist meira en bara brot úr herra, í brjóst ég náði stórri heimasætu. Við ástalífsins gátur varð ég glíminn, hve gott á balli mundi lausn að finna. En lítið styttist tilhlökkunartíminn og tap á svefni gerðist ekki minna. Og eftir böllin, — enginn fékk að vita . um ástand mitt, því ég var bara drengur. — En þá var sál mín oft með háan hita í hálfan mánuð, stundum jafnvel lengur. OAMTIÐIN þefur beðið íslenzkukennara Ríkisútvarpsins, hr. Björn Sigfússon, að rita fyrir sig allmargar greinar um íslenzkí ntál. Munu þessar greinar birt- ast hér í ritinu framvegis undir flokks- heitinu Tungan. Væntum vér þess, að hin- ir fjölmörgu lesendur Samtíðarinnar lesi þessar greinar með athygli, því að hér er vissulega um mikilsvert efni að ræða. Tunga vor er tvimælalaust dýrmætasta sér- eign þjóðarinnar, og sjaldan eða aldrei hefur oss verið það meiri höfuðnauðsyn en nú að standa öll vörð um hana. Fyrsta grein B.S. birtist í þessu hefti. Þá hefur Samtíðin tryggt sér greinar frá ýmsum öðrum snjöllum rithöfundum, er birtast munu í næstu heftum ásamt fjölmörgum þýddum úrvalsgreinum úr beztu erlendum tímaritum. Oss væri kært, ef allir vinir Samtíðarinnar um gervallt ísland legðust á eitt um að útvega henni sem flesta nýja áskrifendur á þessu ári. Væntum vér þess, að er hún verður 10 ára um næstu ára- mót, megi hún eiga því láni að fagna að vera útbreiddasta tímarit þjóðarinnar.-'•'.-<

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.