Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 32

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 32
28 SAMTlDIN ekki sizt, er hann hregður fyrir sig góðlátlegri fyndni. Og mér hlýnar i hamsi, er ég hugsa til glampans i augunum og veðurbitins andlits hins aldraða lieiðursmanns. „Um láð og lög" skiptist i fjóra meginkafla: 1) Inngang, 2) Pistla frá bernskuárunum, 3) Pistla frá ungl- ingsái'unum og 4) Pistla frá fullorð- insiárunum, sem fylla meginhluta hókarinnar, eða tæpar 400 hls. Er þar einkum sagt frá sæförum höfundar á íslandsmiðum, m. a. þrem á haf- rannsóknaskipinu „Tlior" og ekki færri en 9 ferðum á botnvörpungn- um „Skallagrími". En einnig er hér skýrt frá ulanförum höfundar o. fl. Bók þessi er mjög vönduð að frá gangi og myndum prýdd. Hún er maklegur vottur um ræktarsemi við minningu ágæts fræðimanns. En liún mun fyrir ýmissa hluta sakir verða kærkomin eign fjöldamargra fróð- leikfúsra manna. Bókin er fyrst og f remst ætluð greindum og athugulum lesendum. Hún er ein þeirra verka, sem ekki er nauðsynlegt að lesa i einrii striklotu, héldur er hún fróð- leg handbók, sem gott er að vita af j skápnum, af þvi að hver opna er hlaðin traustum fróðleik, sem ég hygg, að marga vanhagi um. S. Sk. Frúin:— Hafið þér ekki tekið eft- ir kóngulóarvefnum þarna uppi í horninu, Þurrkið hann undir eins niður, Stúlkan: — Hjálpi mér hamingj- an, ég sem hélt endilega, að þettá væri loftnet i sambandi við út- varpið, Matvörur Glervörur Burstavörur Simi 1884 Klapparstíg 30. Höfum bezt úrval af hvers konar fáanlegum blómum Einnig blóma- og matjurtafræ og smekklegar leirvörur (keramik).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.