Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN lierra, jungfrú, makt og mektugur, að skikka, að skæla sig, vera vel til reika, soddan, slekt o. fl.) eða hæpinn (bí- læti, skorsteinn og ótal orða, sem mega heila horfin). Frá Þýzkalandi kom einnig talsvert af flökkuorðum suðrænnar rótar (fantur, kumpánn, perla, prísund, rolla, ribbaldi, skák, templari, teningur, trumba, ævintýr), en raunar komu slík „alþjóðaorð“ i málið eftir mörgum leiðum. Fram til siðskipta og jafnvel til 17. aldar ber langmest :á þeim tökuorðum, sem kirkja og kaupfarar höfðu út hingað til sinna þarfa, og var þá ann- aðhvort, að orðin breiddust ekki út fyrir verkahring þessara einstaklinga og stétta eða þau löguðust dável að íslenzkunni. Danskvæði miðalda höfðu margt óíslenzkt við sig, en málið stóðsl freistingar. Á tímum einokunar og danskra yfirvalda, 17.—19. öld, varð ritmál þeirra Islendinga, sem höfðu snefil embætlismenntunar eða borgara- menningar, ákaflega meingað dönsku (eða þýzku) oi-ðavali og setninga- skipun. Því þarf ekki að lýsa. Gagn- stæð viðleitni mátti sín þó oft nokk- urs, og með Fjölnismönnum dró lii þeirra umskipta, að allur þorri vel menntra manna tók að venja sig af danósa máli og reyna að stunda is- lenzkuna. Dönsku tökuorðin eru sú agaleg glás, svo að nýtízku orð séu við liöfð, að ekki þarf að benda á dæmi. Ensk- um tökuorðum eða enskkynjuðum fjölgar óðum. Húmbúgg og sport eru gamlir kunningjar, boxin ensku gefa nú margvíslegum íslenzkum ilátum nafn sitt, vélbiátar eru sagðir stíma, þó að þeir séu ekki orðnir gufuskip enn, og tjakkurinn bílstjóranna er þarfaþing, sem varla mun skipta um heiti. Versta tegund enskuslettna er misnotkun íslenzkra orða við enslca hugsun: „N. N. vill næst gefa einn fyrirlestur meira um þetta efni.“ „Vantar þig að taka enn einn kaffi eða einn öl?“ Hafnarbæir í Kína hafa mótað ein- liverja vesölustu mállýzku enskunn- ar, sem til er, og þó sæmilega not- hæfa til alls, sem Norðurálfubúum og innfæddum mönnum hefur eink- um farið á milli. Pidgin-enska heitir það (frb.: pidsjin). Ýmsir telja okk- ur það mikinn lélli við enskunám, ef íslenzkan tæki við nokkrum liundr- uðum eða þúsundum enskra orða og afhakaði þau aðeins í hófi, sveigði þau lítið að íslenzku tungutaki, en gerði loks úr þessu e. lc. pidginmál. Sérhver menntaður Englendingur mun þó benda þessum enskuvinum á, að þeim, sem á pidginmálið vend- ust fná æsku, yrði að sumu leyti örð- ugra en öðrum íslendingum að læra nokkuru sinni góða ensku. Græsku- laust skop, sem bjöguð hafnarenska af slíkum uppruna vekur lijá hverj- mn skynbærum manni, er hann rekst á hana fyrst, getur snúizt í megna lítilsvirðing, þegar til lengdar lætur. Ef íslendingar vilja baka sér fyrir- litning enskumælandi þjóða, láta þeir pidginmál silt þróast, — annars ekki. Gúmnu'reim ég góða hef gömlum eftir vana. Skjóttu í mig skeyti, ef þig skyldi vanta hana.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.