Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 11

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 11
SAMTÍÐIN Halld. Hansen MERKIR SAMTÍÐARMENN Dr. med. Halldór Hansen, hinn þjóðkunni og ágæti læknir, er fæddur í Miðengi á Álftanesi 25. jan. 1889. Foreldrar: Björn Kristjánsson, síðar alþm. og ráðherra, og Sigrún Halldórsdótt- ir, bónda á Reynisvatni Þorgilssonar. — Dr. Halldór varð stú- dent vorið 1910. Lauk prófi í læknisfræði við Háskóla íslands 1914. Stundaði síðan framhaldsnám við sjúkrahús i Danmörku aðallega í meltingarsjúkdómiim til 1916. en hefur siðan gegnt læknisstórfum í Rvík. Lauk doktorsprófi við læknadeild Há- skóla íslands 28. jan. 1933. Dr. Halldór hefur oftsinnis farið utan til að fullkomna sig í sér- grein sinni og dvalizt þá með stórþjóðum Ev- rópu. Hann hefur verið prófdómari við lækna- próf í Háskóla fslands síðan 1919 og hefur veitt læknastúdentum hér ókeypis kennslu í „klíniskri medicin" öðru hver.ju síðan 1927, samkvæmt tilmælum læknadeildar háskólans. Hann hefur verið í st.jórn Læknafélags Reykla- vikur á árunum 1922-28 (form. þess 1927-28) og í stjórn Læknafélags íslands 1933-35 (form. 1934-35). Hann var meðal stofnenda Iþróttasam- bands íslands og í stjórn þess 1912-13 og 1918-28. Var kjörinn heiðursfélagi sam- bandsins 1929. Hann var meðal ísl. glímumannanna á Olymrjíu- leik.iunum í Stokkhólmi 1912. Dr. Halldór er einn hinn merk- asti læknir vor og maður frá- bærlega vinsæll. Hann er kvæntur ólafiu V. Þórðardótt- ur, bónda og hafnsögumanns í Ráðagerði á Seltjarnarnesi. Harry Hopkins, hinn nafnkunni aðstoðarmaður Roosevelts Bandaríkjafor- seta, er nefnd- ur hefur verið hægri hönd forselans (the eyes and ears of President Harry Hopkins Roosevelt), er fæddur í Sioux City i Iowa ár- ið 1890. Hann lauk háskóla- prófi í sögu og hagfræði árið 1912 og þótti frábær námsmað- ur. Voru honum þá allir vegir færir til feitra embætta, en hann kaus að fórna lífi sínu fyrir aðra og tók að sér illa launað starf í þágu fátækra drengja i New York. Árið 1924 varð hann forstjóri berkla- Rachmaninoff varna- og heilsuverndarfélags i Ne\v York og komst þá í persónuleg kynni við Roosevelt, er um þær mundir var fylkis- stjóri New York fylkis. Síðan hafa Hopkins verið falin margvísleg trúnaðarstörf. Hann hef- ur meðal anr.ars verið verzlunarmálaráðherra, en árið 1940 varð hann um skeið að draga sig i hlé frá störfum vegna heilsubilunar. Um þær nmndir missti hann og fyrri konu sína. Síðan 1941 hefur hann verið yfirframkvæmdarstjóri láns- og leigulagaframkvæmdanna. Hann hefur setið hinar merkustu ráðstefnur með Roosevelt og Churchill forsætisráðherra Bretlands. Spencer Tracy, hinn frábæri ameríski kvikmyndaleikari, er fæddur i Mihvaukee 1900. Hætti háskólanámi til að ganga á leikskóla i New York, en réðst að loknu námi i þjónustu kvik- myndafélaganna vestra. Hann er vaxandi listamaður og ör- uggur í meðferð vandasamra hlutverka. Ely Culbertson, hinn heimsfrægi bridgespilari, er fæddur í Rúmeníu árið 1891. Hann gefur út tímaritið „The Bridge World Magazine". Culbertson er Jöngu frægur fyrir sagnir sínar i „kontrakt-bridge", sem þýddar hafa verið á fjölda tungumála. Culbertson Sergei Vassilievitch Rachmanin- off,hinn heims- frægi rússneski píanósnillinguf sem nú er ný- látinn, fæddist i Novgorod 2. aprílmán. 1873. Nam tónfræði i Moskva og Pe- trograd. Samdi 2 óoerur og 4 symfóníur.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.