Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 31

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 31
SAMTÍÐIN 27 hverjir harla kærir vinir, er ég átti kost á að kjrnnast þeim á geðþekkara vettvangi en innan veggja Mennta- skólans. Bjarni Sæmnndsson dró nú allt í einu feitt strik yfir alla náttúru- fræði og minntist aldrei framar á neitt slikt við mig. Hins vegar hitt- umst við aldrei svo á förnum vegi, að hann tæki ekki að ræða um mál- fræði, sögu og hókmenntir, og stund- um áttum við löng símasamtöl um þau fræði. Bjarni losaði sig um þess- ar mundir við kennsluna í Mennta- skólanum, gerðist um leið ungur í annað sinn og tók að sinna fræði- mennsku með óskiptum kröftum. Ég var honum samferða heim frá Khöfn. er hann kom frá þvi að þakka há- skólanum þar í horg fyrir maklega veitta doktorsnafnhót. Þá höfðum við gott tóm til samræðna á gamla „Gullfossi" í iieila viku, frá þvi er Bjarni vakti mig kl. 7 árdegis og fram yfir kvöldverð, stundum með htlum hvíldum. Þá miðlaði hann mér óspart af auði hinnar margvislegustu þekkingar sinnar, þessi fjölvitri og margreyndi heiðurs- og eljumaður, sem aldrei unni sér hvíldar frá þvi niikla nytjastarfi að færa öðrum mönnum aukna þekkingu á þeim fræðum, sem hann mat mest. Þegar ég blaða í þessari nýju hók, som geymir ferðapistla Bjarna Sæ- mundssonar, áður dreifða um ýmis islenzk hlöð, þar 'sem sérfáir liöfðu aðgang að þeim, og auk þess nokkra merka pistla, er hvergi hafa áður birzt, finnst mér ég kenna geðþekkr- ar návistar hins látna höfundar. Mér er sem ég lieyri hann sjálfan segja þessar setningar mai"gar hverjar, PRJONASTOFAN Laugavegi 20, Reykjavík. Sími 4690. Þeir, sem eru ánægðir með PRJÓNAFATNAÐINN, liafa keypt hann hjá M A L í N. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar Skúlatún 6 Reykjavík Sími 5753. Framkvæmir: Vélaviðgerðir Vélasmíði Uppsetningar á vélum og verksmiðjum. Gerum við og gerum upp bátamótora. Smíðum enn fremur: Sildarflökunarvélar ískvarnir Börsteypumót Holsteinavélar

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.