Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 22
18 SAMTÍÐIN um óþægindum, en alltaf finnst mér þetta fólk vera að reyna að stela ein- liverju frá mér, einhverju, sem ég má ekki og get ekki misst. Þannig hefir fyrsta leiksýningin mín liaft álirif á mig allt til þessa dags. — Ég er i raun og veru alltaf að bíða eftir nautabönunum mínum, bíða eftir að þeir komi fyrir nœsta götuhorn. Stundum hafa þeir komið, allir upp til hópa, sem von var á, en stundum hafa þeir „skrópað", alveg eins og ég gerði úr skólanum vegna hans Figaro, vinar mins, hérna um árið, og væri tilbúhm til að gjöra úr skóla Iífsins fyrir næsta væntanlegan vin. Á því, hvort nautabanarnir mínir hafi komið eða ekki, ætla ég að liægt hafi verið að sjá, hvort ég var hlut- verkinu vaxinn eða það óx mér yfir höfuð. í von um gæfurika framtíð fyrir hið ágæta tímarit yðar, kveð ég yður, lierra ritstjóri, með vinsemd og virðingu, Gunnar Stefánsson. SAMKVÆMT fyrirmælum, er gilda i borginni Quebee, er stúlku leyfilegt að giftast, þegar hún er 14 iára gömul, en ekki má hún fara í leikhús, fyrr en hún er orðin 16 ára. (Úr Pathfinder.) LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á fslandi Vesturgötu 7. Reykja- yík. Sími 3569. — Pósthólf 1013. Ósýnileg gleraugu eru eitt af þvi nýjasta, sem tækni læknavísindanna hefir skapað. Sagt er, að um 5000 Ameríkumenn gangi um þessar mundir með slík gleraugu og vilji ekki fyrir nokkra muni skipta á þeim og venjulegum, sýnilegum gleraugum. Ósýnilegu gleraugun eru fest utan á augað sjálft og hreyfasl með því. Við vitum, að fyrst var á þess háttar gleraugu minnzt af elisk- um stjörnufræðingi árið 1827, en fyrstu ósýnilegu gleraugu, sem sögur fara af, voru smiðuð i Þýzkalandi árið 1887. Ekki var þó tekið að nota þau verulega fyrr en árið 1929 og þá fyrir atbeina ungversks læknis, Dall- os að nafni. Gleraugu þessi eru mest notuð af kvenfólki á aldrinum 16— 25 ára og þá einkum af þeirri ástæðu, að þessu fólki þykir venjuleg gle'r- augu til lýta. 95% af þessu fólki not- ar ósýnilegu gleraugun vegna nær- sýni. Ekki þolir fólk að hafa þau lengur i einu en 12—16 klst. ósýnileg gleraugu kosta frá 100— 125 dollara, og eru því mörgum sinn- um dýrari en venjuleg gleraugu. Á brúðkaupsferð. Hann: — Við getum ekki étið þetta buff; það er svo seigt. Hún: — En við getum þó alltaf skorið fangamarkið okkar í það. Fgrir brúðkaupið talaði hann, og hún hlustaði á hann. Eftir brúð- kaupið talaði hún, og hann hlustaði á hana. — En tíu árum seinna töl- uðu þau bæði í einu, og nágrann- arnir hlustuðu á þau.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.