Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 21

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN 17 að mér var sjálfum fyllilega ljóst, að ég var að færast eitthvað það í fang, sem ég kunni enn þá verr skil á en Virgli eða Horatiusi gamla, og er þá langt til jafnað. Mér skildist að vísu, að ég ætti, eins og sumir taka til orða, að „fyrirstilla" rakara nokkurn, mesta bragðaref og þorpara, sem átti að hafa verið uppi suður á Spáni fyr- ir svo og svo mörgum hundruðum ára. Þar með var draumurinn búinn. Hvað það væri annað, sem ég ætti að gjöra eða láta ógjört, var mér hulið. Þegar byrjað var að æfa, var það, sem ég vissi um leiklist, ófyrirgefan- lega lítið. Ég vissi, að margir menn höfðu bæði fyrr og síðar lagt fyrir sig þá tegund skáldskapar, sem leik- ritagjörð nefndist, án þess að ég minnist þess að hafa þá lesið eitt ein- asta leikrit, að til voru slofnanir er- lendis og jafnvel hér, sem ráku leik- starfsemi og nokkur fleiri einstök atriði, sem ég hafði lesið um í sagn- fræðibókum og víðar. Sjálfur var ég fullur vanmáttar- kenndar gagnvart þessum myrku verum, sem frammi í húsinu sátu, og mér þóltu frekar vera ættaðar úr öðr- um heimi en minum. Ég var bók- staflega hræddur við þær. Ljósin frá leiksviðinu köstuðu bjarma á þá, sem næstir sátu, en svo dimmdi þvi meir sem aftar dró, og loks þurrkaðist allt þetta dimma og hræðilega burlu úr huga mér, og mér fannst i raun og veru, að ég vera sladdur í fram- andi borg í framandi landi, og ég hafði það á tilfinningunni, að búasl niætti við hópi nautabana fyrir næsta götuhorn þá og þegar. Þá skrjáfaði i sælgætispoka hjá konu, sem sat á fyrsta bekk. Konan var þrösturinn, pokinn var runnurinn, skrjáfið var þyturinn, og afleiðingin varð sú sama og í kvæðinu. Ég sá aftur óskíru and- litin á fremstu bekkjunum og myrkr- ið í salnum. Og mér fannst myrkrið ætla að gleypa mig og öll ljósin i kringum mig. — Góð stund leið. Ég var aftur að komast í borgina mína á Spáni, en þá hóstaði maður ein- hvers staðar úti í myrkrinu, og ég varð aftur hræddur. Mér leið illa það, sem eftir var, oftast að minnsta kosti, þvi að mér fannst, að ég hefði misst eitthvað ákaflega mikilvægt þarna út i myrkrið, tapað því algjör- lega, að minnsta kosti það kvöldið. Síðan hata ég af heilum huga konur, sem sitja á fyrsta bekk og troða i sig sælgæti, meðan á leiksýningum stendur og menn, sem hósta, þurrum skerandi hósta úti í myrkrinu. — Að vísu hefir mér lærzt að gleyma slík- G. St. sem Hansen í „Stundum og stund- um ekki" (ásamt HiJdi Kalman sem Olly).

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.