Samtíðin - 01.06.1943, Page 21

Samtíðin - 01.06.1943, Page 21
SAMTlÐIN 17 að mér var sjálfum fyllilega ljóst, að ég var að færast eittlivað það í fang, sem ég kunni enn þá verr skil á en Virgli eða Horatiusi gamla, og er þá langt til jafnað. Mér skildist að vísu, að ég ætli, eins og sumir taka lil orða, að „fvrirstilla" rakara nokkurn, mesta bragðaref og þorpara, sem átti að hafa verið uppi suður á Spáni fyr- ir svo og svo mörgum hundruðum ára. Þar með var draumurinn húinn. Hvað það væri annað, sem ég ætti að gjöra eða láta ógjört, var mér liulið. Þegar bvrjað var að æfa, var það, sem ég vissi um leiklist, ófyrirgefan- lega lítið. Ég vissi, að margir menn liöfðu bæði fvrr og síðar lagt fyrir sig þá tegund skáldskapar, sem leik- ritagjörð nefndist, án þess að ég minnist þess að liafa þá lesið eitt ein- asta leikrit, að til voru stofnanir er- lendis og jafnvel hér, sem ráku leik- starfsemi og nokkur fleiri einstök atriði, sem ég hafði lesið um i sagn- fræðibókum og víðar. Sjálfur var ég fullur vanmáttar- kenndar gagnvart þessum mvrku verum, sem frammi í húsinu sátu, og mér þóttu frekar vera ættaðar úr öðr- um heimi en mínum. Eg var hók- staflega hræddur við þær. Ljósin frá leiksviðinu köstuðu hjarma á þá, sem næstir sátu, en svo dimmdi þvi meir sem aftar dró, og loks þurrkaðist alll þetta dimma og hræðilega hurtu úr huga mér, og mér fannst í raun og veru, að ég vera staddur í fram- andi horg í framandi landi, og ég hafði það á tilfinningunni, að búast mætti við hópi nautahana fyrir næsta götuhorn þá og þegar. Þá skrjáfaði i sælgætispoka hjá konu, sem sat á fyrsta bekk. Konan var þrösturinn, pokinn var runnurinn, skrjáfið var þvturinn, og afleiðingin varð sú sama og í kvæðinu. Ég sá aftur ósldru and- litin á fremstu bekkjunum og myrkr- ið í salnum. Og mér fannst myrkrið ætla að gleypa mig og öll ljósin i kringum mig. — Góð stund leið. Ég var aftur að komast í horgina mína á Spáni, en þá hóstaði maður ein- livers staðar úti i myrkrinu, og ég varð aftur hræddur. Mér leið illa það, sem eftir var, oftast að minnsta kosti, þvi að mér fannst, að ég hefði misst eitthvað ákaflega mikilvægt þarna út i mvrkrið, tapað því algjör- lega, að minnsta kosti það kvöldið. Síðan hata ég af heilum huga konur, sem sitja á fvrsta bekk og troða í sig sælgæti, meðan á leiksýningum stendur og menn, sem liósta, þurrum skerandi hósta úti í myrkrinu. — Að vísu hefir mér lærzt að gleyma slik- G. St. sem Hansen í „Stundum og stund- um ekki“ (ásamt Hildi Kalman sem Olly).

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.