Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 10

Samtíðin - 01.06.1943, Blaðsíða 10
6 SAMTlÐIN hafa haft hann fyrir tákn, m. a. hefir hinn stígandi logi verið látinn tákna mátt mannsandans til þess að hefja sig ofar og hærra, npp frá dufti jarS- arinnar, frá sínum eigin ófullkom- leika. Trúin á þennan mátt mannsand- ans, á vaxtarmált lians og þroska- liæfi, á tign hans og göfgi, er liinn heilagi eldur. Þar sem sá eldur brenn- ur eru óskalönd, full af vonum og fyrirheitum. Þar er sólarsýtn þótt svartnættismyrkur sé annarsstaSar. ÞaS eru þessi lönd, sem þér eigiS aS berjast til, þvi þaS kostar baráttu aS vinna þau og halda þeim. Tröllin eru mörg og sterk, og þau eru víSa á ferSum og leitast sífellt viS aS slökkva eldinn, og þaS er ekki alltaf auSvellt aS verja hann fyrir þeim. Þegar oss virSist hera mest á misk- unnarleysi og tilgangsleysi í tilverunni þegar viS oss hlasa lieimsstyrjaldir og hvers kjrns hörmungar, þegar vér þykjumst sjá svo mikiS af var- mennsku og vesalmennsku, af ill- girni og heimsku hjá öSrum mönn- um, og þegar samvizkan jafnvel bendir oss á eitthvaS af þessu hjá oss sjálfum, og vér stöndum orSIaus andspænis henni, þá eru tröllin ekki langt i burtu og þá er eldinum hætta búin. Vera má, aS trúin á mátt og göfgi mannsandans hafi ekki mikiS gengi nú um stundir. Injuria temporum er mikil, og ofurmagn hennar kann aS hafa svipt margan manninn þess- ari trú. En sá sem henni liefir tapaS, hefir tapaS heimsstyrjöld sinni. Hann er kominn í tröllahendur. Vér academici ættum öðrum frem- ur aS vera árvakrir verSir hins heil- aga elds, trúarinnar á mannsandann. Þér bætist í vorn hóp á tímum, sem mörgum þykja kvíSvænlegir. Samt höfum vér, sem eldri erum, ástæSu til aS öfunda ySur, því þrátt fyrir alla injuriam temporum eru nú merkileg tímamót og tákn á lofti stórfenglegri en fyr og eg vil segja heillavænlegri. Aldrei síSan mennirn- ir fyrst tóku aS hugsa, hefir þekkingu þeirra á heiminum fleygt eins mikiS fram og nú, allra síSustu áratugina; aldrei fyr hefir viShorf þeirra til til- verunnar tekiS slikum hreytingum. Þessi bylting, stórkostlegasta bylting- in, sem nokkurntíma hefir orSiS i sögu mannsandans, liggur aS vísu enn í nokkurskonar þagnargildi, ef svo mætti segja, og er ekki enn farin aS hafa nein teljandi áhrif á lífsskoS- un alls almennings eSa á samlíf manna. En þau áhrif koma á sínum tíma, og allt bendir til ])ess, aS þau verSi á þann veg, aS hinn heilagi eld- ur logi skærar meS mönrnmum en fyr. Sú hreyting verSur i ySar tíS, sem nú eruS ung. Lifið vekur yður að hörðum hildar- leiki. Eg óska yður þess, að þér megið ganga vopndjörf og vígreif til hverr- ar orustu í því striði. Eg óska yður þess, að þér missið aldrei sjónir af því, að markmið baráttunnar er að sigra, og að sigurinn er sá að vinna yður gull manngildisins og vernda og glæða hinn heilaga ekl í sálum vSar. Þess sigurs óska eg yður með hinni fornu heillaósk: Heil hildar til, heil hildi frá.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.