Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS VI. Frá sjónarmiði ráðherra vorra FÁ ORÐ í íslenzku máli sæla nú á döguin almennari lítilsvirð- ingu meðal góðra manna en orðið pólitík, og varla verður oss svo litið í sæmilegt stjórnmálablað, að ekki komi þar fram, nú í bili, veruleg andúð gegn miðstöð pólitíkur vorr- ar, alþingi. Slíkt mat kemur sann- arlega úr liörðustu átt. Á meðan vér áttum í erjum við Dani, liöfðu islenzk stjórnmál oft á sér virðu- legan blæ, en síðan tekið var að kljúfa þjóðina í núverandi flokka og æsa menn til togstreitu og illinda inn- byrðis, virðast ýmsir stjórnmála- manna vorra smám saman liafa misst sjónar á því, hvað þjóðar- heildinni sé fyrir heztu. Loks var svo komið, að alþingismenn voru þess ómegnugir að skapa hér ríkis- stjórn. Þá lók liinn ágæti ríkisstjóri vor lil sinna ráða og valdi að flestra dómi einliverja þá færustu menn, sem völ var á, í stjórn landsins. Hin- ir nýju ráðherrar fluttu um síðustu áramót sína ræðuna hver og lýstu þar viðhorfum sínum. í þessum ræð- um kveður við annan og liressilegri tón en vér höfum að undanförnu átt að venjast frá liinum flokks- bundnu stjórnmálamönnum vorum. Samtíðin telur sér sóma að því að laka hér upp nokkur orð úr ára- mótaræðum ráðherranna af þeirri einföldu ástæðu, að þar er sagt satt og að þar er miðað við heill allrar þjóðarinnar, en slíkt samrýmist menningarlegri stefnu þessa óliáða tímarits.— Forsætisráðherra, dr. jur. Björn Þórðarson, komst þannig að orði: „Vér verðum að sýna það í verki, að vér metum þjóðarhag meira en stundai'hag einstaklings- ins og marka lionum því hæfilegan bás. Ef fólkið, sem land þetta byggir, skiptir sér í mannhópa, með ósam- rýmanleg sérsjónarmið, sem hindra það, að samstarf megi takast um mál, sem allir sjá, að alþjóðarheill er undir komin, þá missum vér sam- úð vina vorra, sem svo mikið velt- ur á að halda. Það kastar rýrð á kynstofn vorn, sem vér verðum að trúa á, að eigi enn eftir að inna blutverk af liendi og geti skipað rúm sitt með sæmd, livar sem hann sezt á bekk með öðrum þjóðum. Vér verðum að beita vitsmumun vorum og siðferðisþreki á þann veg, að enginn freistist til þess að gera sér dælt við þjóðmenningu vora. Fámennið leggur á oss þyngri skyldur í þessu efni en nokkra aðra þjóð.“ — Dómsmálaráðherrann, dr. jur. Einar Arnórsson, sagði: „Vér erum sem stendur fjárhagslegur sjúklingur. Vér mundum hafa get- að varið oss við sjúkdómnum að mestu leyti, ef forráðamenn vorir hefðu allir með viti og góðvilja stað- ið saman um það. En venjulega er liægara að verjast sjúkdómi, ef ráð

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.