Samtíðin - 01.07.1943, Side 12
8
SAMTÍÐIN
1922. En áður en því verki væri lokið,
andaðist höfundur. Lýsing Thorodd-
sens er og allmiklu minni en hann
mun liafa liugsað sér i upphafi. Sakn-
ar lesandinn margs, er liann blaðar
í henni. Hún er einnig sýnilega mun
minni en Jónas Hallgrímsson og fé-
lagar lians höfðu hugsað sér á sínum
tíma. í hana vantar t. d. allar staða-
og héraðalýsingar og mestan hluta
þjóðarlýsingarinnar. Þá er og hin
almenna lýsing landsins orðin all-
mjög úrelt, því að ekki verður því
neitað, að þekkingunni á landinu og
náttúru þess liefir þokað verulega á-
leiðis á þeirri liálfu öld, sem brátt er
liðin, siðan Thoroddsen lauk rann-
sóknum sínum. Breytingar þær og
byltingar, sem orðið liafa á þjóðlífi
voru, eru og svo stói-felldar, að kalla
má, að allar lýsingar i þeim efnum,
sem orðnar eru 20—30 ára gamlar,
séu nú úreltar nema sem sögulegar
heimildir. Málunum er þvi svo kom-
ið, að vér eigum ekkcrt fullkomið
heimildarrit um lýsingu landsins
eins og það er nú og svo langt sem
þekking vor á því nær, lieldur er sá
fróðleikur ýmist hvergi skráður eða
hans er að leita víðsvegar i ritum
og ritgerðum, sem oft eru torfengin.
í öllu því flóði bóka, sem nú veltur
yfir landið, má það furðu gegna, að
menn skuli ekki hafa jafnan stórhug
og meðlimir Bókmenntafélagsins úti
í Raupmannahöfn höfðu árið 1838.
Flestum, sem um þetta mál hugsa,
er það þó fyllilega Ijóst, að aldrei hef-
ir verið meiri þörf á slíku riti um
land og þjóð en einmitt nú, og marg-
ir viðurkenna, að það sé eigi vanza-
laust, að ekkert skuli vera gert í
þessu efni. Það stendur og svo á, að
nú er að ýmsu leyti hentugur tími
lil að hefjast handa um samningu
l'ullkominnar íslandslýsingar. Mæl-
ingu landsins er nýlega lokið, og
mestur hluti uppdráttanna prentaður.
Margt merkra rannsókna hefir verið
gerl á ýmsum sviðum náttúrufræði
landsins og langt er komið eða nær
lokið útgáfu tveggja merkra rita um
islenzka náttúrufræði, „The Botanyof
Iceland“ og „Tlie Zoology of Iceland“.
Veðurstofa hefir nú starfað hér all-
lengi, og þannig mætti margt telja,
sem stutt gæti verk þetta, en ekki var
til, þegar Þorvaldur Thoroddsen
samdi sin ágætu rit.
íslandslýsing sú, er ég liugsa mér,
að semja ætti og gefa út, ætti að vera
þannig, að þar væri gefið yfirlit á ein-
um stað um alla þá þekkingu, er vér
höfum á náltúru landsins og lands-
lagi i líkri umgerð og er í íslandslýs-
ingu Þorvalds Thoroddsens. Þá vrði
þar einnig' nákvæm lýsing einstakra
héraða og merkisstaða. Það má furðu
gegna, að hin eina lýsing, sem til er
af sögustöðum landsins, skuli vera á
dönsku og nú harla vandfengin. Þá
yrði einnig lýsing á þjóðháttum, at-
vinnulífi og öðru því, er þjóðina
snertir eins og nú er og þó reist á
sögulegum grundvelli. Mér er eigi
unnt að gera þess ljósa grein, hversu
stórt rit þetta mundi verða. Varla
geri ég ráð fyrir, að það yrði minna
en 15—20 bindi, hvert um 20 arkir.
Því er ekki að neita, að hér er um
stórfellt fyrirtæki að ræða, en svo
virðist, að það ætti elcki að vera of-
vaxið landsmönnum, ef miðað er
bókaútgáfu siðustu ára.