Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 15
SAMTÍÐIN 11 Síra ÁRNI SIGURÐSSON: ÍSLAND OG NOREGUR I. „Eldr cr í norðri, ey hefir reista móðir yfir mar, beltað bláfjöllum, blóingað grasdölum, • faldað hvítri fönn. Búa þar og rækja bræður yðrir, forna frændsemi muna, þótt margt liafi milli borið, ættstofn allra vor.“ SV O K V A Ð Jónas Hall- grímsson fyrir réttum hundrað árum til Upp- salafundarins 1843. Það er kveðja íslands til Norðurlanda, 1j r æ ð r a- og frændakveðja. Og betur, að satt reyndist það, er skáldið segir. Bet- ur, að Islendingar beri gæfu til að rækja forna frændsemi og sýni i orði og verki, að þeir muna ætt- stofn og blóðtengdir hinna norrænu þjóða. Smáþjóðir þær, sent Norðurlönd byggja, eru oss skyldastar allra l)jóða, sumar að uppruna, allar að uienningu. Samúð með þeim, vin- arhugur til þeirra niun hverjum góðum Islendingi í blóð borin. Sam- bönd og samvinna við þær um öll menningarmál hlýtur að vera meg- inatriðið i „utanríkispólitík“ allra góðra íslendinga. Og norræn sam- vinna, innileg og bróðurleg, lilýtur að verða einn meginþáttanna í and- legum landvörnum vorum og sjálf- stæðis- og þjóðernisbaráttu á kom- andi árum. Vér viljum lifa í þjóða- samfélagi Norðurlanda. Þar eigum vér heima. Sagan — menningin — ættartengslin — hjartað segir oss það. II. Hér á íslandi virðast vera til „stórveldasinnar“ af ýmislegri gerð og ólíkum „litarhætti“. En ætla mætti, að allur þorri íslendinga sé fvrst og fremst „smáþjóðasinnar“, þ.e.a.s. telji hverja smáþjóð eiga fullan rétt til frelsis og sjálfstæðs menningarlífs i landi sínu. Og þvi lielgari rétt, sem hún er meiri menningarþjóð, starfsöm og frið- söm. Sá íslendingur má teljast ger „úr skrítnum sleini“, sem hefir sam- úð með heimsvaldastefnu slén-þjóða, og getur afsakað ágengni þeirra á hendur smáþjóðunum. Og þá eigi sízt, er ágengnin og ofbeldið bitnar á þeim smáþjóðum, sem með al- liliða framförum, dugnaði í störf- um og þroskuðu félagslífi gælu ver- ið stórþjóðum til fyrirmyndar. En slíkar harmsögur hafa margar gerzt í stvrjöld þeirri, er nú geisar. Og

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.