Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.07.1943, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN um' aftökur og aðrar ofbeldisráð- stafanir, sem beitt hefir verið. Og fréttirnar um hreysti og hugprýði manna, sem heldur viklu deyja en vægja fyrir rangsleitninni, vildn „framar hlýða Guði en mönnum“. Og aðrar slíkar helgar hetjusögur. Ailt Iiefir þetta vakið fögnuð og jnetnað í hugum þeirra, er kunna að meta hetjulund og drengskap. IJað Iiefir gengið skrugga um Nor- eg, hver skruggan af annarri þessi þrjú ár. Og með hverri nýrri skruggu, sem yfir Noreg gekk, hafa hjarlastrengir íslenzkra manna hrærzt á ný. En tilfinningar einar og samúð- arorð nægja ekki. Noregssamskotin frá íslandi verða að komast upp í miljón króna að minnsta kosti. Þótt það sé ekki mikið fé, munar þó nokkuð um það, þegar þessi frænd- þjóð fer að græða sár styrjaldar- innar og hernámsins. Og henni er með því vottað bróðurþel í verki og framkvæmd og um leið treyst þau bróðurbönd, sem aldrei mega bresta. Rækjum nú í verki forna frændsemi, svo sem góðum drengj- um sæmir. VI. Eg vil engum getum um það leiða, hvernig vér íslendingar liefðum þol- að þá eldraun, sem norska þjóðin hefir slaðizt svo glæsilega. Hver veit, nema vér hefðum staðizl prófið það, enda þótt vér virðumst ekki hafa nógu sterk bein til að þola góða daga. En eitt er víst: Dæmi norsku þjóðarinnar, þetta skínandi for- dæmi hugprýði ög manndóms, verð- ur eitt hinna dýrustu verðmæta, sem varðveitast munu í sögu þessarar styrjaldar. En dýrmætast verður það norsku þjóðinni sjálfri, þegar hún hefir ekið vagni sínum heilum heim, endurheimt land sitt til eign- ar og umráða. Hún mun þá skilja betur en nokkru sinni fyrr orð Bj örnsons: „Av bedrift sem ej fornyes, föres rust pá folkeviljen; evig ung má æren være, og i kampe kun den födes.“ Nú stælist enn og skírist stálvilji Norðmanna. Og heiður Noregs yng- ist og endurfæðist í harðri baráttu, bverri smáþjóð, sem frelsi sínu ann, lil fyrirmyndar og hvatningar. Hetjusaga Norðmanna þessi ár mætti efla og styrkja i brjósti hverr- ar smáþjóðar þá trú, sem nú er trú norsku þjóðarinnar og styrkir liana í baráttunni, þá trú, sem eitt skáld hennar hefir orðað þannig, nú i eld- rauninni: „V/ overlever alt.“ RitaS 17. maí 1943. Lagfæring. Á bls. 3 í síðasta hefti hefur misprent- azt 4. hefti, en á auðvitaS að vera 5. liefti, enda stendur það framan á kápunni. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/S Aðalumboð á íslandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.