Samtíðin - 01.07.1943, Side 19

Samtíðin - 01.07.1943, Side 19
SAMTlÐIN 15 JÓN HALTI: JiazlcuKÍnn Rennur lítill lækur létt undan fjallarótum, hoppar í spori sprækur, spriklar nöktum fótum. Hátt yfir steina stekkur, strýkur vanga á þúfu. Skvettir báru á brekku, byltir um grjóti hrjúfu. Ryður sér götu í giljum greitt og hvergi tefur, kátur í köldum hyljum kastar mæði og sefur. Pinnur á freðnum grundum frjálst er til leiks að ganga. Þangað stekkur hann stundum, stoltur með rjóða vanga. Breiðir út faðm og fyllir frjómagni allar lautir. A balana tánum tyllir, treður sér nýjar brautir. Hvar sem hann fer og flæðir, fegurð og kraft hann gefur. Sölnaðar grundir græðir og grænum feldi vefur. Syngur um sólarblíðu, sæll í lífsins önnum. Og blessuð blómin fríðu brosa við guði og mönnum. Stóð ég um stund og þagði, starði í vökudraumi, höfði svo laut og lagði lófa að köldum straumi. Fann ég þá, hvað þyrstj þurrar varir mínar, féll á kné og kyssti krystaljglindir þínar. Bergði á bláum veigum, baðaði enni og kinnar, teygaði í löngum teygum tárin jarðarinnar. Rís ég úr grænu grasi, geng af stöðvum þínum. Lögg á litlu glasi liggur í vasa mínum. Lof sé þér, ljóssins faðir, láttu mig aldrei gleyma ást þinni um aldaraðir, allsnægtum lífsins heima. AÐ BAR VIÐ eitt sinn í frakk- neskn stjórnarbyltingunni, að skríllinn í París safnaðist saman á götu einni, se'm lierflokkur var á leið eftir, og leit út fyrir, að hermenn- irnir myndu ekki komast leiðar sinn- ar fyrir mannþröng. Yfirforinginn var í þann veginn að láta menn sina hefja skothríð á múginn og dreifa honum þannig. Þá mælti ungur liðs- foringi: — Má ég reyna að dreifa fólkinu án itlóðsúthellinga? Honum var leyft að reyna það. Liðsforinginn reið nú fram fyrir herflokkinn, tók ofan hattinn og mælti til lýðsins: -— Má ég hiðja yður, virðulegu horgarar, að forða yður í skyndi, því að við höfum feng- ið skipun um að skjóta á skrilinn. Eftir örstutta stuud var allur hóp- urinn horfinn, og herflokkurinn komst leiðar sinnar, án þess að nokkru skoti hefði verið hleypt af. (Úr tímaritinu Cornet, Chicago.) Skólavörðustíg 10, Rvík. Sími 1944, Pósthólf 843.

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.