Samtíðin - 01.07.1943, Side 20

Samtíðin - 01.07.1943, Side 20
16 SAMTlÐIN Björn Sigfússon: | TUNGAN 2_ Brjótum rangar venjur TUNGAN GEYMIST betur í viðj- um venjunnar en með reikulum venjum eða engum. Þess vegna ber að fylgja málvenju, nema nokkurn vfeginn sé sýnl, að hún liljóti að vera röng og annað betra fáist í staðinn. Lítum á nokkrar rangar mál- venjur. Alrangt er að segja góða kvöklið, en segja skal gotl kvöld eða gott kvötdið. Fyrir nokkrum árum beyrð- isl málvillu þéssari oft andmælt, og sjaldan liefur Árni Pálsson prófess- or lálið hana óátalda í viðurvist sinni. Andmælin virðast hafa ork- að því einu að útbreiða villuna, gera hana fasla venju i Reykjavík og víðar. Þetta cr jafnrangt og sagt væri góða daginn, góðu nóttina, gleðilega sumarið, guð gefi þér góða og fav- sæla árið. Samanburður við þessi orðtök, sem eiga ekki að vera svona, heldur með lo. í st. beyg. (goll og farsælt ár), sýnir bverju manns- barni, að „góða“ kvöldið er mál- leysa. Hvers vegna er þá málleysan liöfð? Af hugsunarleysi, skeytingar- leysi. En þá er það margreynt, að kveðja, sem farið er með af skevt- ingarleysi, deyr. Tvennl er um að velja, annaðhvort leiðrétta þetta al- mennt, tafarlaust, eða við munum bráðum fleygja þessu ávarpi í rusla- kistu útþvældra orðtækja og taka annað í staðinn. í þá kislu fer líka „gleðileg rest“ til hinztu hvildar, og fitnar ekki lengur flugnahöfðinginn né púkar hans af þeim leifum. Yið þérun á einum manni skal hafa lo. og lh. i eintölu: Yerið þér velkominn, þér eruð ferðlúinn, — þér eruð, frú, sjaldséð liér, sjaldséð- ur gestur. Undantekning sakir mál- venju um sinn: Komið þér sælar, — verið þér sælir og blessaðir eða ver- ið þér sæll og blessaður, — og mega menn velja þar um et. og ft. í ávarp- inu eftir smekk. Rétt er að segja: Þökk, þakka, þakkir, þakka kærlega fyrir o. s. frv. Danska þökkin „takk“ (Tak) liefur alltaf verið ljót í íslenzku, og ótrú- legt er, að fólk blygðist sín fyrir að Iiafa heldur íslenzku orðin, sem eru látlaus og eðlileg og fela í sér fyllri iiugsun. Stytting íslenzka boðhátlar- ins, „Þakk fyrir“, hrýtur lítið gegn tungunni, en þarflítil þykir mér hún. Dönskuslettur eru off auðþekktar á endingu sinni eða beygingarleysi, en þær leynast, sem íslenzkulegar sýnast. Dæmi: ekkjitmaður, ekkju- frú, augnablik (= stutt stund), undirföt. Ekkjumaður ætti að vera maður ekkjunnar, en ekkill lieitir sá, sem misst hefur konu sína. Ekkjufrú á víst að vera fínna orð en ekkja og þýðir þó að réttu lagi frú, sem sé eign ekkjunnar eða handbendi henn- ar eitthvert. Bæði samsettu orðin eru vitleysur í málvitund okkar, því að þar eru öpuð dönsku orðin Enke-

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.