Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 12

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 12
8 SAMTÍÐIN Frú GUÐBJÖRG JÓNSDÓTTIR Broddanesi: Molar úr djúpi minninganna Niðurl. Af því ég var að minnast á Þorstcin i Kjörvogi, ætla ég í stuttu máli að minnast annars bónda, sem var liér á Ströndum samtímis Þorsteini. Hann hét Loftur Bjarnason. Enginn var hann atgjörvismaður sem Þor- steinn, en fleira má nú meta en það, og svo geta ekki allir verið afburða- menn. Loftur hjó í Eyjum á Ströndum. Bærinn dregur vafalaust nafn af eyjum, sem eru þar fyrir framan. I þeim er æðarvarp. Þar er Eyjaliyrna að norðanverðu við bæinn. Bærinn stendur þó ekki undir hyrnunni licld- ur inn með sjónum. Eyjar voru einn minnisstæðasti þátturinn í viðhurð- um æskuára minna. Þar var lending- arstaður fyrir alla sjómenn, sem leið áttu norður á Gjögur, og tók Loflur vcl á móti öllum, sem til hans konni, Iivernig, sem þeir voru til reika og á Iivaða tíma, sem var. Þegar farið var norður á Gjögur, þótti ekki taka því að fara af stað, nema liægt væri að komast norður að Eyjum; þar var liflending og griðastaður liinna mörgu sjómanna, er fóru þessa leið. Eins var, þegar koniið var frá Gjögri. Þá þótti sjálfsagt að reyna að komast að Eyjum. Stundum var lent á Bjarnanesi, en það var sjaldan. Hið sama gilti um kaupstaðarferðir til Reykjarfjarðar. Af þessu má ráða, að oft hafi ver- ið margt um manninn á Eyjum, en enginn talaði um, að það hefði nokkru sinni heyrzt á húshændunúm. Þar, sem er hjartarúm, vantar aldrei hús- rúm. Og hærinn á Eyjum var lika stór og rúmgóður. Loftur stóð oftasl við lendingarstaðinn og tók hrosandi farmóðum gestum, livaða mannhópi, sem þeir tilheyrðu. Loftur var mikill að vallarsýn, og frá mínum bæjardyrum séð stór að öllu leyti. Ilann var velmegandi maður, hjó góðu húi, þótt ekki gæti hann auðmaður talizt. Það var ekki það, sem stækkaði hann. Landjörðin var ekki stór, svo að skepnur liafa ekki verið margar, en hlunnindi til sjávarins voru ekki lítil, æðarvarp og flcira. Svo stundaði hann sjó, eins og aðrir á þeim árum, og það var gróði, þegar vel lét. Loftur kom hingað stundum, þeg- ar stórfundir voru lialdnir, lil dæm- is kjörfundir. Þá komu liingað menn úr öllu kjördæminu. Norðan að komu mennirnir ætíð á stórum skip- um, áttæringum. Þar mátti sjá margan mannhin, sem ekki var venjulega á ferð, og sumum lá all- hátt rómur, ekki samt Lofti, en mér virtist hann höfði hærri en flestii aðrir. Það er þó ekki vegna fundar- halda og þrengsla í gömlu, stóru stof- unni, sem mér er Loftur minnisstæð- ur og hugumkær. Ekki heldur af því, að liann væri svo fríður eða fínn fremur öðrum á þeim tímum, en

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.