Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 19

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 19
SAMTÍÐIN 15 um hann vera í mörg hundruð mílna fjarlægð. En hann skreiddist áfram eins og eðla. Sársaukinn fyrir hjart- anu var orðinn ægilegur; hann var —orðinn eins og krampaherpingur. 1 hvert skipti, sem hann greip andann á lofti, var eins og hnífur væri rek- inn í hann. En þrátt fyrir allt komst hann þangað, sem hann ætlaði sér. Hann komst alla leið að næsta kofanum, sem hann átti sjálfur, og það var honum nóg. Hann var ekki máttfarn- ari en svo, að honum tókst að ná í eldspýtu úr vasa sínum, kveikja á henni og halda henni við strámott- una innan við dyrnar. Þegar gulir logarnir tóku að blossa upp, varð Joe gripinn magnleysi. Þótt undar- legt mætti virðast, var hann glott- andi. Svona lá hann í á að gizka fimm mínútur, þar til logarnir stóðu upp úr kofaþakinu. Því næst skreidd- ist hann nokkurar álnir frá kofan- um til þess að forðast hitann. Joe skildist, að hann hefði hagað sér alveg rétt. Bálið mundi verða til þess, að hermennirnir kæmu í skyndi, og þeir mundu handsama jessa bannsetta óvini, sem voru larna niðri í fjörunni. MORGUNINN eftir lagði undir- foringinn á skráningarskrif- stofunni símtólið frá sér og horfði i gaupnir sér. Sjóliðinn við dyrnar spurði: „Hvernig líður gamla manninum?" „Ekki sem bezt, segja þeir í sjúkra- húsinu." Foringinn var hugsi, þegar hann sagði þessi orð. „Hann hefur víst áreiðanlega ljóstað upp heilu hernaðarleyndarmáli eða hvað? í dag veit allur bærinn, að í gær voru sjóliðarnir að æfa sig við að gera strandhögg niðri í fjöru. Þeir laum- uðust á land, grófu niður sprengi- efni og birgðir handa þeim mönn- um, sem væntanlegir voru seinna, og hypjuðu sig síðan á brott í mesta skyndi." „Já, hann ljóstaði öllu þessu upp, ekki bar á öðru," anzaði hinn. „Hvað kom til, að þér báðuð fólkið í sjúkra- húsinu að segja honum ekki frá þessu?" „Jú," anzaði foringinn dræmt og starði enn í gaupnir sér, „það eru ekki miklar líkur til þess, að gamli maðurinn lifi til kvölds. Hann brenndi kofann sinn og fórnaði lífi sinu í þeirri góðu trú, að hann væri að gera gagn." „Svo þér haldið, að honum muni verða rórra, ef hann fær ekki að vita" — „Áreiðanlega," svaraði undirfor- inginn, „hver veit, nema hann eigi það mikið gott skilið, í stað þess að hljóta heiðursmerki, á ég við, sem þeir veita fyrir svokallaða hreysti og frækilega framgöngu í bardaga." Áður en menn giftast, segjast þeir ætla að vera húsbændur á sínu heim- ili. Eftir að þeir giftast, vita þeir, af hverju þeir eru ekki húsbændur á heimilinu. — 20. aldar maður. LEITIÐ UPPLÝSINGA UM VÁTRYGG- INGAR HJÁ: Nordisk Brandforsikring A/§ Aðalumboð á fslandi Vesturgötu 7. Reykja- vík. Sími 3569. — Pósthólf 1013.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.