Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 23
SAMTIÐIN 19 sést glöggt á þvi, að fyrsti skotspónn- inn í árás hverri eru slíkar varð- stöðvar. En livers konar áhald er þá þessi ratari? Leikmaður á sviði iðnfræð- innar lýsir honum að vísu á villandi liátt með því að gera hann of óhrot- inn. Auðsæ líking virðist þó í þvi fólgin að nefna liann hið ósýnilega leitarljós. Endurvarpsspegillinn gerir kast- ljósatækin auðsæjan skotspón. Yenjuleg víðvarpsstöð líkist raf- magnslampa án spegils, sem beinir geislunum vissa braut. Hún sendir rafbylgjur í allar áttir, svo að iiver, sem hefur viðtæki, getur lilustað. Beina má rafbylgjunum í ákveðnar áttir, og öldur ómælistíðninnar geta skorizt i brennipunkti eins og ljós- geislarnir. Líkt og kastljósin leitar ratarinn um loft og lög með öldum ómælis- tíðninnar, sem skerast í skörpum punkti. Er bylgjurnar brotna á skipi eða flugvél, endurvarpast þær. Við- tæki, sem stillt er til þess að taka á móti endurvarpinu, gerir skipið eða flugvélina „sýnilega“. Þetta er næsta einföld lýsing. Ef hún væri tæmandi, væri ratarinn kominn til ára sinna. Það er langt síðan þeir, sem við útvörpun fengust, urðu endurvarpsins varir. Rætur rat- arans má rekja til uppgötvana J. C. Maxwells og H. Hertz. Enski eðlisfræðingurinn Maxwell jók þekkingu mannsins á eðli raf- magnsins með nokkrum stærðfræði- reglum. Hann sýndi fram á, að raf- magns- og rafsegulskraftar herast vfir með hraða hins sjáanlega Ijóss. Kaupið og lesið hina meistaralegu skáld- sögu MýSogmenn eftir STEINBECK og kynnizt þar með því bezta, sem nútíma amerisk skáldsagnalist hefur að hjóða. VÉLSMÍÐI ELDSMÍÐI MÁLMSTEYPA SKIPA- OG VÉLAVIÐGERÐIR

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.