Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 15

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 15
SAMTfiHN 11 hœgt að skyggnast um hagi þessarar gömlu konu. Þar sést ekkert gegnum myrkrið, nema uppgjöf allra lífsins gæða. En það, sem hún segir, þegar hún veit um dauða þeirra, hefur lif- að. Tímans straumur hefur ekki get- að rótað við þvi. Hún leggur það á Kollafjörð: „Að aldrei skuli bátur á honum fai;ast, og aldrei fiskur úr honum dragast." Hún virðist hafa talað þessi orð á hentugum tima, því að þetta hefur farið eftir orðum liennar. Enginn bátur hefur farizt hér á firðinum, þótt oft hafi verið farið yfir hann í hvassviðri. Fiskur veiðist heldur ekki hér inni nema hrognkelsi. Og það mun allra von og ósk, að ummælin hennar Hniðju megi sem lengst haldast liér yfir, eins og bjargandi armur. En tómlegt hefur verið i kofan- um hennar eftir þetta á'fall. Döprum augum hefur hún rennt út á fjörð- inn í stormi og logni. Við, sem höf- um gengið um rústirnar hennar, finnum ekki ylinn eftir heitu sakn- aðartárin. Klaki aldanna hefur eyði- lagt hlýjuna. Við höfum hleypt gæð- ingum á sprett eftir veginum þar hjá, án þess að hugsa um trega gömlu konunnar. Það er hægt að þeysa framhjá sorgum annarra, en fram hjá sínum eigin áhyggjum getur enginn farið. Við vitum ekkert um ævikvöld þessarar konu, sem átti svo hlýjan hug, mitt i sorg sinni, að hún gat eins og beðið bænar kom- andi kynslóðum í vil. Enginn þekkir átökin hennar. Grettistak konunnar liggur ekkivið þjóðveginn. Ég enda þennan greinarstúf á því að tala um fjöllin mín, Eyjahyrnu og Ennishöfða, og óska þess, að þau eignist marga aðdéendur í framtíð- inni, sem geta séð þau í öllum mynd- um, því að fátt vekur manninn frem- ur til göfugra hugsana en náttúru- fegurð, til lands og sjávar, þar sem hún er mikil. Mörgum sinnuni að haustlagi, hefi ég setið við opinn glugga og hlustað á brimhljóðið, heyrt kveinstafi miljóna smásteina úti i vikum, sem öldurnar færa til og frá, og hafa að leikfangi. Þar er sífelld óró, engin hvild eða friður. En erum við mennirnir ekki eins konar smápeð á taflborði lifsins, sem öldur atvikanna hrekja vægðarlaust fram og aftur? JORGEN FRA HÚSUM: Æskuvorið Við hugsjónaeldana ættjarðardrauma að ráða er æskunnar starf; hún er fundvís á sigursins leiðir. Hún geymir þau mögn, sem lyfta til drengskaps og dáða. Hún er döggin, sem lífgar og gróður um hrjóstrin breiðir. Hver stofn, sem er feyskinn, hann fellur til jarðar, sem lýðir — hann fúnar. — Úr duftinu sprettur upp lífseigur gróður. Þó veturinn næði, þá vaknar foldin um síðir. — Heill þér vor! með lífið, sem þráir hvern starfsaman bróður. Það er sagt, að þessi maður hafi kvænzt þrisvar, tvisvar í Ameríku og einu sinni í alvöru.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.