Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 18

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 18
14 SAMTÍÐIN Sakir þessarar ráðabreytni varð hann atburða nokkurra var aðra vik- una, sem hann var við strandvarnir sínar, og þessir atburðir voru nú alls ekki smávægilegir. Hann gekk í tunglskini upp á sand- hól, og þegar hann sá, hvað um var að vera, lagðist hann endilangur i sandinn. Augun ætluðu alveg út úr höfðinu á honum. 1 á að gizka tvö hundruð álna f jar- lægð sá hann, hvar lítill bátur var dreginn á land. Þetta var skrítinn bátur, rétt eins og prammi i lögun, en hins vegar ekki stærri en bátkæn- an hans. Tveir menn voru að hamast við að grafa holu með skóflum í fjöruna, en þrír aðrir báru kassa á land upp. Joe Scudder blandaðist ekki hug- ur um, hvað hér væri á seyði. Hann mundi gerla, hvað sagt hafði verið fyrir nokkurum mánuðum, þegar stjórnin hafði liandsamað stóran óvinaflokk, sem gert hafði strand- högg, eins og þessir menn, og grafið sprengiefni i jörðu. Og nú var sagan að endurtaka sig. Joe rann kalt vatn milli skinns og hörunds, og hann svitnaði. Vonleys- ið gagntók hann. Ekki gæti hann haf t í fullu tré við þessa fimm menn. Þeir mundu drepa hann, áður en hann kæmist í námunda við þá. Það, sem hann ætti að gera, var að ná í hermenn og það tafarlaust, áður en þessir þrjótar næðu að forða sér á braut. Þeir mundu verða komnir á vettvang eftir fáeinar mínútur. En þeir hermenn, sem næstir voru — sex menn, er bjuggu í tjaldi — höfðu aðsetur sitt í hálfar annarrar milu fjarlægð. Joe skreið af lur á bak niður sand- hólinn. Hann svitnaði nú enn meira en áður. Eina ráðið til þess að ná í þessa hermenn í tæka tíð væri að hlaupa, bugsaði hann; hlaupa alveg eins og fætur toguðu. Þá mundi Joe eftir því, að hann mátti ekki hlaupa, hvorki hlaupa né standa kyrr, hvað sem öðru liði. Jafnvel þótt hann gerði ekki nema ganga hratt, fékk hann þennan herp- ing í hjartað. Hann mundi aldrei geta hlaupið hálfa aðra milu. Joe féllust alveg hendur og honum varð óglatt — þangað til honum varð lit- ið til kofans, sem hann bjó i. Þá datt honum allt í einu snjallræði í hug. Kofinn var aðeins í mílufjórð- ungs fjarlægð. Leiftri brá fyrir í aug- um gamla mannsins, — og hann tók á rás. Hann hafði ekki hlaupið nema fimmtíu álnir, þegar hann fann til verkjarins. Hann reyndi að halda sprettinum, en er hann hafði hlaup- ið aðrar fimmtíu álnir, var líðan hans orðin svo slæm, að hann' varð að varpa sér niður í sandinn. Þar lá hann nokkur andartök og reyndi að niá andanum. Svitinn bogaði af hon- um, og hann þrýsti hendinni að hjarta sér. Hann dróst áfram á hnján- um. Því næst tókst honum að brölta á fætur og hlaupa spölkorn, ef til vill tíu álnir, áður en liann féll á nýjan leik. Joe fannst, að hann mundi aldrei komast alla leið heim til sín. Enda þótt kofinn hans væri aðeins nokkur hundruð fet frá honum, virtist hon-

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.