Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 8

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 8
SamtIðiK VIÐHORF DAGSINSVIII Frá sjónarmiði skattgreiðenda Eftir PÉTUR Þ. J. GUNNARSSON stórkaupm. j^EYKVÍKING- AR greiða á þéssú ári í útsvör 21 miljón króna, í iekjuskatt 14.3 milj. kr., í verð- lækkunarskatt 4.9 milj. kr., í stríðsgróðaskatt Pétur Þ. J. Gunriarsson 9 3 mii^ kr og loks í lífeyrissjóðsgjald 2.3 milj. lu\ eða samtals 52.3 milj. kr. Um eigna- skalt er mér hins vegar því miður ekki kunnugt. — Greiðendur þessar- ar mikhi fjárhæðar eru um 21 þús. lalsins. Stefnan í núverandi skattalöggjöf virðist þessi: Enginn maður fái spar- að, svo að neinu nemi. Þar af Ieiðandi eignist enginn neilt. Stjórnmálaflokk- arnir keppast um að hœkka skattana ár frá ári og nota slikt sér til fram- dráttar. Reynt er oft að koma fólki til að trúa því, að fjársöfnun ein- staklinga og fyrirtækja sé skaðleg þjóðfélaginu. En þjóðin veit hetur. Hún hefur enn ekki gleymt því. að „bóndi er bústólpi, bú er landstólpi" og að á efnalegu sjálfslæði einstakl- inganna hvílir velferð þjóðarheildar- innar. Skattafarganið er að verða þjóðar- böl. Stefnuleysið, sem ríkt hefur í skattalöggjöf vorri, er þó ef til vill það óbærilegasta. Nú er svo komið, að enginn veit í raun og veru, hvað liann á, og lánsslofnanir eiga örðugt með að meta efnahagslega getu maima, því að löggjafarvaldið ráð- stafar eignum manna í sínar þarfir með lögum, sem verka aftur fyrir sig. Þess háltar löggjöf þótti raunar ósæmileg áður fyrr. Svo langt hefur jafnvel verið gengið í þessum efnum, að til orða liefur komið, að lagðir yrðu skattar á samanlagða eigna- aukningu nokkurra undanfarinna ára, eftir að hún hafði verið skatt- lögð ár hverl! Sem dæmi um það, hve langt hef- ur verið gengið i skattaálögum, má nefna, að atvinnurekandi, sem veitir á annað hundrað manns vinnu og telur það skyldu sína að tryggja þessu fólki framtíðarstarf, hefur með stjórnsemi, ráðdeild og dugnaði haft sæmilegan árshagnað. Þegar nú maður þessi liefur gert vel við fólk sitt og lagt fram smáræðis fjárhæð- ir til stuðnmgs menningarstarfsemi, hefur hann afgangs til framfærslu sér og sínum, til afborgana skulda og þess háttar sem svarar árslaun- um verkamanns. Hyggin húsmóðir sparar eyrinn, verkamaðurinn fórnar starfsdögum, og verkamannasamtök eyða verk- fallasjóðum til að bæta kjör verka- manna um lítinn hundraðslduta. En hvað gera skattgreiðendur? Þeir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.