Samtíðin - 01.10.1943, Side 8

Samtíðin - 01.10.1943, Side 8
4 SAMTÍÐIN VIÐHORF DAGSINS VIII | Frá sjónarmiði skattgreiðenda Eftir PÉTUR Þ. J. GUNNARSSON stórkaupm. J^EYKVÍKING- AR greiða iá þessu ári í útsvör 21 miljón króna, í tekjuskatt 14.3 milj. kr., í verð- lækkunarskatt 4.9 milj. kr., i stríðsgróðaskatt Pétur Þ. J. Gunnarsson 9 g mjij icr og loks í lífeyrissjóðsgjald 2.3 milj. kr. cða samtals 52.3 milj. kr. Um eigna- skatt er mér liins vegar því miður ekki kunnugt. — Greiðendur þessar- ar miklu fjárhæðar eru um 21 ])ús. lalsins. Stefnan í núverandi skattalöggjöf virðist þessi: Enginn maður fái spar- að, svo að neinu nemi. Þar af leiðandi eignist enginn neitt. Stjórnmálaflokk- arnir kepþast um að Iiækka skattana ár frá ári og nota slíkt sér til fram- dráttar. Reynt er ofl að koma fólki til að trúa því, að fjársöfnun ein- staklinga og fyrirtækja sé skaðleg þjóðfélaginu. En þjóðin veit betur. Hún hefur enn ekki gleymt því, að „hóndi er bústólpi, I>ú er landstólpi“ og að á efnalegu sjálfstæði einstákl- inganna bvílir velferð þjóðarheildar- innar. Skattafarganið er að verða þjóðar- böl. Stefnuleysið, sem ríkt hefur í skattalöggjöf vorri, er þó ef lil vill það óbærilegasta. Nú er svo komið, að enginn veit í raun og veru, bvað liann á, og lánsstofnanir eiga örðugt með að meta efnaliagslega getn manna, því að löggjafarvaldið ráð- slafar eignum manna í sinar þarfir með lögum, sem verka aftur fyrir sig. Þess háttar löggjöf þótti raunar ósæmileg áður fyrr. Svo langt hefur jafnvel verið gengið í þessum efnum, að lil orða hefur komið, að lagðir yrðu skattar á samanlagða eigna- aukningu nokkurra undanfarinna ára, eftir að hún hafði verið skatt- lögð ár hvert! Sem dæmi um það, hve langt hef- ur verið gengið í skattaálögum, má nefna, að atvinnurekandi, sem veitir á annað hundrað manns vinnu og telur það skyldu sína að tryggja þessu fólki framtíðarstarf, liefur með stjórnsemi, ráðdeild og dugnaði haft sæmilegan árshagnað. Þegar nú maður þessi liefur gert vel við fólk sitt og lagt fram smáræðis fjárhæð- ir til stuðnings menningarstarfsemi, hefur hann afgangs til framfærslu sér og sínum, til afborgana skulda og þess háttar sem svarar árslaun- um verkamanns. Hyggin húsmóðir sparar eyrinn, verkamaðurinn fórnar starfsdögum, og verkamannasamtök eyða verk- fallasjóðum lil að bæla kjör verka- manna um lítinn bundraðshluta. En hvað gera skattgreiðendur? Þeir

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.