Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 14

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 14
10 SAMTÍÐIN fram undan Eyjahyrnn og flýtur með hafi, eins og hún sé í laug. Eyjahyrna liefur tekið að sér að vera þarna á verði, innan til um miðhik sýslunnar. Þó er eitt fjall, sem tylhr sér á tá, til þess að sjá hér inn eftir. Það gnæfir hátt yfir hyrn- una. Hér á Ströndum skagar Eyja- hyrna fjalla lengst út i Húnaflóa, eða öllu heldur eyjarnar, sem þar eru fram undan. Þær eru eins og fram- rétt hönd eða armur, eins og hyrn- an sjálf renni vinaraugum til hún- vetnsku fjallanna og rétti hönd yfir djúpið, en sá áll er óhrúanlegur, eins og andstæðurnar í skapgerð fólks- ins í þessum tveimur sýslum. En Ennishöfði réttir engum arminn, hýður engum vináttu sina. Hann horfir, kaldur og þögull, út á hafið. Þegar kveldsólin hefur kvatt kalstrá- in í dalnum og hvern tárvotan stein við sjóinn, skreytir hún höfðann purpuraljóma, um leið og hún hýð- ur góða nótt. í upphafi þessarar greinar gat ég um munnmæli þau, er hér hafa ekki gleymzt og eru viðvíkjandi Broddá gamla. En það eru til önnur munn- mæli hér mátengd æskustöðvum mínum, sem mig langar til að láta koma fyrir almenningssjónir, þvi að munnmæli eiga ekki að gleymast. Það er oft svo mikið á hak við þau. Þessi munnmæli eru um gamla konu, sem ef til vill aldrei hefur ver- ið til, en lítt fágaða. Nafnið hennar hefur þó oft verið blessað. Hér fram með sjónum, i hvarfi frá hænum, er litil og falleg eyri. Grasi grónir bakkarnir liggja ofan í mjúkan fjörusandinn. Þar tína börriin skeljar og smáspýtur. Þeim er kastað upp á ejTÍna til þurrks. Þessi eyri heitir Hniðjueyri. Vestast á eyrinni hefur til skamms tíma sézt móta fyrir rústum, eins og ein- hvern tíma í fyrndinni hafi verið þar hæjarkofar, eða einhver bygg- ing, og ef svo hefði verið, hefur hyggingin verið í smáum stíl. Þarna átti að hafa búið kona, sem Hniðja hét, og dregur eyrin nafn af því. Nafnið er hvorki fínt né fallegt, en hugarfar konunnar var ósvikinn málmur. Hniðja átti svo sonu. Þeir hétu báðir sama nafninu, Erlingur eða Erlendur, hvort heldur var, get ég ekki með vissu sagt. I framburði eru þessi nöfn svo lík. Aldirnar stíga þungt til jarðar, þá geta mannanöfn máðzt af eða tekið breytingum, að litlu leyti. Þessir synir hennar réru tn fiskj- ar á Kollafjörð. Er mjög líklegt, að það hafi verið þeirra lífsframfæri, en landbúskapur lítill, því að Hniðjueyri er smár blettur, þótt hún hefði verið notuð fyrir tún. Nes eitt skagar út á milli fjarðarins og svokallaðra Voga; það heitir Selvogsnes. 1 miðju þessu nesi, vestanverðu, er lítil grund, og slétt fjara fyrir neðan. Þar er allgóð lending og gott að setja báta upp fjöruna. Þessi staður heitir Erlings- bás. Þar lentu þeir bræður og geymdu bátinn sinn þar. Skammt frá landi er sker á firðinum; það heitir Erl- ingsboði. Á þessum boða drukknuðu bræðurnir, er þeir komu eitt sinn úr fiskiróðri. Þá hefur hann ekki verið eins áberandi og nú, en samt er hann í kafi um flæðar. Eftir allar þessar aldaraðir er ekki

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.