Samtíðin - 01.10.1943, Síða 14

Samtíðin - 01.10.1943, Síða 14
10 SAMTtÐIN fram undan Eyjahyrnu og flýtur með liafi, eins og hún sé í laug. Eyjahyrna liefur tekið að sér að vera þarna á verði, innan til um miðbik sýslunnar. Þó er eilt fjall, sem tyllir sér á tá, lil þess að sjá liér inn eftir. Það gnæfir liátt yfir hyrn- una. Hér á Ströndum skagar Eyja- livrna fjalla lengst út i Húnaflóa, eða ()llu heldur eyjarnar, sem þar eru fram undan. Þær eru eins og fram- rétt hönd eða armur, eins og liyrn- an sjálf renni vinaraugum til Iiún- vetnsku fjallanna og rétti hönd yfir djúpið, en sá áll er óbrúanlegur, eins og andstæðurnar í skapgerð fólks- ins í þessum tveimur sýslum. En Ennishöfði réttir engum arminn, býður engum vináttu sína. Hann borfir, kaldur og þögull, út á bafið. Þegar kveldsólin hefur kvatt kalstrá- in í dalnum og hvern tárvotan stein við sjóinn, skrevtir hún böfðann purpuraljóma, um leið og bún býð- ur góða nótt. í upphafi þessarar greinar gat ég um munnmæli þau, er hér bafa ekki gleymzt og eru viðvíkjandi Broddá gamla. En það eru til önnur munn- mæli bér nátengd æskustöðvum mínum, sem mig langar til að láta koma fyrir almenningssjónir, þvi að munnmæli eiga ekki að gleymast. Það er oft svo mikið á bak við þau. Þessi munnmæli eru um gamla konu, sem ef til vill aldrei befur ver- ið til, en lítt fágaða. Nafnið hennar hefur l>ó oft verið blessað. Hér fram með sjónum, í hvarfi frá bænum, er lítil og falleg eyri. Grasi grónir bakkarnir liggja ofan í mjúkan fjörusandinn. Þar tína börnin skeljar og smáspýtur. Þeim er kastað upp á eyrina til þurrks. Þessi eyri heitir Hniðjueyri. Vestast á eyrinni liefur til skamms tíma sézt inóta fyrir rústum, eins og ein- hvern tíma í fyrndinni bafi verið þar bæjarkofar, eða einhver bygg- ing, og ef svo hefði verið, hefur byggingin verið í smáum stíl. Þarna átti að hafa búið kona, sem Hniðja bét, og dregur evrin nafn af því. Nafnið er hvorki fínt né fallegt, en luigarfar konunnar var ósvikinn málmur. Ilniðja átti svo sonu. Þeir bétu báðir sama nafninu, Erlingur eða Erlendur, hvort heldur var, get ég ekki með vissu sagt. I framburði eru þessi nöfn svo lik. Aldirnar stiga þungt til jarðar, þá geta mannanöfn máðzt af eða tekið breytingum, að litlu levti. Þessir svnir hennar réru tn fiskj- ar á Ivollafjörð. Er mjög líklegt, að það bafi verið þeirra lífsframfæri, en landbúskapur lítill, því að Hniðjueyri er smár blettur, þótt bún hefði verið notuð fvrir tún. Nes eitt skagar út á milli fjarðarins og svokallaðra Voga; það beitir Selvogsnes. I miðju þessu nesi, vestanverðu, er lítil grund, og slétt fjara fyrir neðan. Þar er allgóð lending og gott að setja báta upp fjöruna. Þessi staður heitir Erlings- bás. Þar lentu þeir bræður og geymdu bátinn sinn þar. Skammt frá landi er sker á firðinum; það heitir Erl- ingsboði. Á þessum boða drukknuðu bræðurnir, er þeir komu eitt sinn úr fiskiróðri. Þá hefur hann ekki verið eins áberandi og nú, en samt er bann í kafi um flæðar. Eftir allar þessar aldaraðir er ekki

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.