Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 27

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 27
SAMTÍÐIN 23 Draumur um Ljósaland Nýlega sendi Þórunn Magnúsdóttir frá sér annað bindi af skáldverkinu „Draumur um Ljósaland". Bók þessi er beint framhald fyrra -bindisins. Hún hefst, þar sem hinn dvaumlyndi drengur, Leifur Eiriksson, er að koma úr kaupavinnunni. Atburðir sumarsins hafa haft mikil áhrif á hann. Hann er lirifinn af dagdraum- uni sínum og hyggur gott til heim- komunnar. Hillingamyndir hans af I endurfundum sínum og draumadís- arinnar reynast blekkingar. Annar maður virðist hafa unnið hug hennar og hjarta. Er hér er komið, verða þátlaskipti í sögunni. Hún er eigi lengur nema að litlu leyti saga hins idealska göfugmennis, heldur saga tveggja skáldmeyja og borgarlifsins á árunum fyrir stríðið. Skáldmeyjar þessar verða að lieyja hina hörðustu lifsbaráttu. Önnur fórnar lífi sínu á altari listarinnar, hin keppist við að afreka eitthvað, þótt hún viti, að kjör þau, sem hún býr við, búi sér bráðan bana. Hún er táknmynd göf- ugrar sálar, lítil systir Ljósvíkings- ins. Hin skáldmærin er hraust stúlka, sem hefur öðlazt dýrkeypta veraldar- vizku í skóla lífsins. Hún er staðráð- in í því að brjótast áfram og sigra, hvaða brögðum, sem liún þarf að beita. Hún veit, „að sekur er sá einn, sem tapar." Stúlkur þessar eru hið skáldlega ívaf, sem bókin snýst aðallega um. Leifur og Bryndís falla i skugga þeirra. Þórunn leitast við að bregða upp raunhæfum myndum af lífi borgaranna. Hún skyggnist inn í Geir Stefánsson & Co. h.f. Umboðs- og heildverzlun Austurstræti 1 ReykjaVík Sími 1999. Vefnaðarvörur Skófatnaður Uni b úðapappír UTVEGSBANKI ÍSLANDS H.F. Reykjavík ásamt útibúunum á Akureyri Isafirði Seyðisfirði Siglufirði og í Vestmannaeyjum. • Annast öll venjuleg bankaviðskiptí innan lands og utan.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.