Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 6

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 6
SAMTÍÐIN Islandsklukkan Skáldsaga eftir Halldór Kiljan Laxness. Eftir þriggja ára hlé er komin út ný skáldsaga eftir Halldór Kiljan L a x n e s s. Er hún eins og sagan af Ölafi Kárasyni byggð að verulegu leyti á sannsögulegum viðburðum. Þetta er saga Jóns Hreggviðssonar og Árna Magnússonar. Sagan um Jón Hregg- viðsson er eitthvert stórbrotnasta „drama" í íslenzkum sögum. Jón eyddi miklum I hluta ævi sinnar til þess að endurheimta |f frelsi sitt og rétt til að lifa eins og frjáls | maður í sínu eigin landi, en hann strauk úr fangelsinu, þar sem hann beið þess að öxin og jörðin tækju við honum. ÍSLANBSKLUKKAN fjallar um at- burði löngu liðins tíma, en hún er að sjálfsögðu fyrst og fremst hrot af sögu islenzku .þjóðarinnar, listræh túlkun höf- undarins á hinni eilífu baráttu hennar fyrir frelsi sínu og rétti. íslandsklukkan er þrauthugsað snilldarverk, hver setning er meitluð og fáguð. Stórfengleiki og fcgurð þessa verks getur enginn tileinkað sér til fullnustu, nema hann lesi hana aftur og aftur. Málverkið á kápu bókarinnar er eftir Þorvald Skúlason listniálara. Er það áhrifamikil og dramatisk mynd úr sögunni. Skuggi Jóns Hregg- viðssonar fellur á höggstokkinn, en Ijósrák frá opnum dyrum fanga- klefans kastar nístandi birtu á morðtóhn, öxina og höggstokkinn, og drykkjarkönnu fangans. Halldór Kiljan Laxness

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.