Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 9

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 9
SAMTIÐIN hafa allt á hornum sér fyrstu dagana eftir að skattaskráin birtist, og byrja síðan á nýjan leik að reyna að græða sem mest — til þess að tapa því af tur i skatta. Skattgreiðendur eiga að stofna með sér öflug samtök, enda munu slík samtök eiga sér stað í flestum menningarlöndum nema hér. Verkefni þeirra ættu að vera í því fólgin, að skapa meiri festu og heilbrigði í þessum málum. Slíkur félagsskapur ætti að beita sér fyrir því, að einstaklingum sé ekki íþyngt um of með hóflausum skattgreiðsl- um, sem stuðla að auknu kæruleysi, hvort heldur er í öfhm fjár eða með- ferð þess. Enn fremur, að fram- kvæmdamanninum sé ekki settur fjötur um fót, heldur sé hann hvatt- ur til aukinna framkvæmda, þjóðfé- laginu til heilla, og honum veitt svig- rúm til að gera fyrirtæki sitt að ör- uggum skattgreiðanda til frambúðar. Stefna skattalöggjafarinnar ætti að vera sú, að verðlauna sparnað, en refsa mönnum fyrir óhóflega eyðslu með þeim mun hærri sköttum. Ég álít, að hluti af eignaaukningu ein- staklinga og atvinnufyrirtækja ætti að vera skattfrjáls, en hömlur mætti leggja á, að þeim hluta yrði ekki var- ið til annars en að tryggja betri af- komu á erfiðum tímum. Þá tel ég, að núverandi aðgreining skattanna sé mjög óheppileg. Nýjar skattaálögur eru lögfestar, án þess að gætt sé sam-. ræmis við eldri skatta. Til dæmis var svo nefndur verðlækkunarskattur lögfestur, án þess að menn fengju almennl áttað sig nægilega á, hve miklu hann næmi. Ég tel, að alla skatta ætti að sam- eina í eitt, og hefði sérstök stofnun á hendi álagningu og dreifingu skatt- anna til ríkis, bæja og annarra stofn- ana, sem skatts eiga að njóta. Skatt- arnir séu síðan innheimtir af sér- stakri stofnun. Engar stefnubre}rt- ingar ætti síðan að gera á skattalög- unum, nema brýna auðsyn bæri til, og kæmu slíkar breytingar þá fyrst til framkvæmda á næsta tekjuári, eftir að lögin öðluðust gildi. Hins vegar gæti skattstiginn hækkað og lækkað eftir þörfum, samkvæmt eins konar vísitölu. Núverandi fyrirkomulag á útgáfu skattskrár tel ég, að ætti að hverfa, enda virðist það aðallega vera til þess, að seðja forvitni fólks. I þess stað ætti skattstofnunin að senda hverjum skattgreiðanda útreikning á skatti hans, þar sem framtal skalt- greiðanda væri lagt til grundvallar, en bætt væri síðan við þeim breyt- ingum, sem stofnunin kyrini að gera á framtalinu. Tilgreint sé á þessum reikningi, hvenær kærufrestur sé út- runninn. Þetta fer þá aðeins milli skattstofnunarinnar og skattgreið- andans, enda öðrum óviðkomandi. Mætti þá sneiða hjá ýmsum ann- mörkum, sem eru á núverandi fyrir- komulagi skattaálagningar. Skulu hér nefnd dæmi þeirra: Menningar- félag var stofnað í Reykjavík í hluta- félagsformi. Félagið átti engar eign- ir og hafði engar tekjur. Stjórn þess kom eigi til hugar, að slíkur félags- skapur væri skattskyldur. Varð hún því meira en lítið forviða, er skatt- greiðslu var krafizt og þá auðvitað löngu eftir að kærufrestur var út- runninn. Stjórninni hafði láðzt að

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.