Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 21
SAMTÍÐIN
17
glundroða. Nú iala sumir um að
verma sér við ljóð skiáldsins, en hitt
kvað Einar rétt: „Að verma sitt hræ
við annarra eld“ (þolfall með verraa).
Rangt er að binda einhverju föstu,
en rétt að binda eitthvað fast (með
einhverju). Rangt er að þora því
ekki, en rétt að þora það ekki. Þol-
fall fylgir réttilega þorra hinna ó-
persónulegu sagna um líðan, veðr-
áttu, hátlu dagstíða o. fl.: Mig þyrst-
ir, niig svengir, mig dreymir, sjóinn
skefur, snjóinn leysir, storminn hæg-
ir og lægir, frostin lierðir, ísana brýt-
ur af ám, og klakann rignir úr holl-
um, daginn lengir, nóttina stvttir.
Nokkrar liafa þágufall: Mér batnar,
mér versnar, mér kólnar, þokunni
léttir, vetri lýkur. Þeir, sem eru í
vafa, en finnst þolfall geta staðizt,
ætfu þá yfirleitt að liafa það, en ekki
þgf. né nf., því að oftast er villan sú,
að þf. liættir við að breytast í annað
hvort hitt fallið. Samt skal segja. Ég
lilakka til. Ernir hlakka yfir veiði.
Málspilling er það og oft af erlend-
um rótum að setja forsetningarlið i
stað andlags, sem á að vera, t. d. „nota
sér af einhverju“ fyrir: nota sér eilt-
hvað, nota einhvern hlut (í dönsku:
henytte sig af noget).
Miðstig lýsingarorða og atviksorða
hefnr oft með sér þágufall, en ekki
önnur föll sér til ákvörðunar. Dæmi:
Þetta barn er miklu stærra eða
nokkru stærra en liin, sem eru litlu
yngri og engu óþroskaðri en gerist.
Þeim mun verra sumar, því minni
heyfengur, nema því betur hafi vilj-
að til. — Rangt er þess minni, þess
betra, þess fyrr, rnikið stærra, ekk-
ert óþroskaðri o. s. frv. I dæmunum
er svonefnt þágufall mismunarins og
má ganga úr skugga um, að það sé,
með því að selja orðin þeim mun i
stað „þess“ (þeim mun yngri t. d.).
Ef þá fæst rétt mál, er skylt að liafa
þgf. Og enginn getur sagt: þann mun
stærra (sbr. „mikið“ stærra) né þess
munar betra, svo að ekki þarf frek-
ar vitna við, að mikið á að vera
miklu og þess að vera því í orðasam-
böndunum. Hér er að ræða um villur,
sem örlar á þegar í elzta máli, en
voru þá kveðnar niður af lítt lærðum
mönnum með rökrétta málkennd.
Hví skyldi það ekki verða nú, þegar
allt slikt er auðveldara?
------ —m l
— Hef ég sagt bér skemmtilegu
söguna, sem ég liegrði i gær?
—• Var hún skemmtileg?
— Já, reglulega.
— Þá hefurðu ekki sagt mér
hana.
Ef það vantar tölur í biixurnar
þínar og sokkarnir þínir ern göl-
ugir, áttu gnnaðhvort að gifta þig
cða sækja um skilnað.
Ræðumaður einn fékk svo lélegl
hljóð á fundi, að hann kallaði:
Ég heyri tæplega til sjáilfs mín!
Rödd frá áheyrendunum: — O
—- þér farið. ekki mikils á mis.
Munið Eikarbúðina
Skólavörðustíg 10,
Rvík. Sími 1944,
Pósthólf 843.