Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 7

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 7
SAMTiÐIN Október 1943 Nr. 96 10. árg., 8. hefti ÚTGEFANDI: SIGURÐUR SKÚLASON MAGISTER. UM ÚTGÁFUNA SJÁ BLS. 32. AÐ EIÍ sorgleg staðreynd, að hér á landi er ekki borin nægilega almenn lotning fyrir tungu þjóðar vorrar. Fólki er það áreiðanlega ekki fyllilega ljóst, að í frelsisbaráttn íslendinga, sem jafnan verður háð leynt eða ljóst, er sjálft móð- urmálið höfuðvopn vort. Á það sverð rná aldrei falla ryð. Það er oss mikið mein í baráttunni fyrir verndun og ræktun tungunnar, hve mjög skortir á, að fólk hafi nægan skilning á fögrum stíl, yndis- leik tungunnar. Langmest orka fer í það að læra stafsetningu og greinarmerkja- setningu, sem vitanlega eru mikilsverð atriði. En slík höfuðatriði sem listræn framsögn bókmennta og túlkun á sannri málfegurð eru vanrækt víðar en skyldi. Vestur í Norður-Dakota í Norður-Amer- íku eigum vér einn af nýtustu varðmönn- um íslenzkrar tungu og bókmennta, pró- fessor Richard Beck. Hann flutti ræðu um auðlegð og fegurð íslenzkrar tungu á lokasamkomu Laugardagsskóla Þjóðrækn- isfélagsins 18. apríl 1942, og leyfum vér oss að birta hér kafla úr erindi hans, til þess að lesendur vorir megi skilja, hvers virði íslenzkt mál hefur verið og er sönn- um íslendingum, sem dveljast langdvölum fjarri ættjörðinni. Dr. Beck sagði m. a.: „Hvert eitt lifandi mál, töluð tunga, er drjúgum meira en orðin tóm. „Það geymir fortíð og fósturland“, eins og skáld- ið kvað; og það á ekki sízt við um eins gamalt mál og íslenzkan er, bæði sem mælt mál og ritmál. Matthías Jochumsson vissi, hvað hann söng, þegar hann sagði í lögeggjan sinni til okkar íslendinga í landi hér: „Tungan geymir í tímans straumi | trú og vonir landsins sona.“ Honum var það fyllilcga ljóst, að í hljóm- öldum íslenzks máls má heyra hjartslátt sjálfrar þjóðarinnar. Að þessu leyti geym- ir hin hreimmikla tunga okkar meiri auð- legð en hægt er að gera sér fulla grein fyrir í fljótu bagði. Það er ein hliðin á ómetanlegu menningargildi hennar. — Annað er það, og ekki ómerkilegra, að íslenzk tunga er sá töfralykill, sem opn- að getur til fullnustu dyrnar að furðu- og fegurðarheimum íslenzkra bókmennta að fornu og nýju.---------Það er auðlegð og .fegurð .tungunnar .sjálfrar, sem ég kýs sérstaklega að leggja áherzlu á að þessu sinni. íslenzk tunga er sann- arlega „hundað strengja harpa“, og það er til marks um ágæti hennar og fegurð, að þeir, sem hafa náð hæstum og feg- urstuni tónum úr strengjum hennar, hafa sungið henni mesta lofsöngva. í kvæðinu um móður sína segir Einar Benedikts- oon: „Ég lærði, að orð er á íslenzku til | um allt, sem er hugsað á jörðu.“ — Jónas Hallgrímsson, og hverjum hefur íslenzkan leikið ljúfar í höndum, kallaði hana: „ást- kæra, ylhýra málið, og allri rödd fegri.“ Og maður þarf ekki annað en kynna sér íslenzk ljóð að fornu og nýju til þess að sannfærast um það, að íslenzk tunga á sér himinvítt og hafdjúpt tónsvið. Hún getur túlkað hið háfleyga og himinborna, eins og í „Norðurljósum" Einars Bene- diktssonar og í sálmum þeirra Hallgríms Péturssonar og séra Matthíasar Jochums- sonar.“ — Þannig fórust próf. Richard Beck orð. Mættu ummæli hans verða oss ö I I u m hvöt til þess, að vér gefum nánara gaum að fegurð móðurmáls vors en áður. Tungan er vissulega fjöregg vort í frelsisbaráttunni. Það verða allir þeir, er þetta land byggja, að gera sér ljóst. Annars mun illa fara. Tj'JÖLDI athygliverðra greina og snjallra smásagna bíður næstu hefta. Sendið oss nýja áskrifendur að Samtíð- inni ogstuðlið þannig að útbreiðslu ritsins.

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.