Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 22

Samtíðin - 01.10.1943, Blaðsíða 22
18 SAMTlÐIN HARRY M. DAVIS Ratarinn — hið nýja undratæki STYRJALDARALFRÆÐINNI hefur nýlega áskotnazt orðið ratari. Ratari er heiti á tæki, sem bandamenn nota til þess að leita skipa og flugvéla óvinanna. Það get- ur ákveðið stefnu þeirra og fjar- lægð, þótt um óraleiðir sé að ræða. Tækið er skylt útvarpinu og vinnur því jafnt í niðamyrkri sem á björt- um degi. Tækni nútímans hefur gjörbreytt fjarlægðunum á jörðinni. Loftlier- irnir geysast sem þrumuveður yfir bæi og borgir og gjöreyða þeim, ef varnartækjum er eigi beitt, en vörn- in byggist fyrst og fremst á því, að vitað sé um hættuna. Hraði sprengju- flugvélanna hefur gert hin gömlu hlustunartæki gagnslaus. Þær kom- ast nú um 400 mílur á klukkustund, en hljóðið fer aðeins 700 mílur á sama tíma. Ef Bretar hefðu einungis reitt sig á hlustunartæki í orustunni um England haustið 1940, mundi Hitler ráða þar ríkjum nú. Brezka stjórnin skýrði frá því í júlí 1941,. að tækið ratari hefði gert hinu tak- markaða flugliði Breta kleift að mæta ætíð flugflota Þjóðverja þar, sem þörfin var brýnust í bráðina. Þetta byggðist á því. að aðvaranir um árásir bárust liðinu með Ijóssins hraða — 186.000 mílur á sekúndu. Með aðstoð ratarans geta hermenn bandamanna haft hinn rammasta galdur í frammi. Þeir geta ákveðið stefnu og stöðu óvinaflugvéla i margra mílna fjarlægð. Þeir geta skotið niður flugvélar, sem eru ósýnilegar, skýjum ofar o. s. frv. Þeir miða fallstykkjum flotans svo nákvæmlega út í bláinn, að kúlunum rignir niður á þiljur fjarlægra óvina- skipa. Þeir verja strendur sinar og vig- stöðvar gegn óvæntum árásum með hinum óþreytandi öldum ljósvakans. Er lesandinn sér þetta, hugsast honum ef til vill, að ratarinn hafi brugðizt, er Japanar gerðu hina ó- væntu árás á Pearl Harbor, kyrr- settu þar Kyrrahafsflotann og eyði- lögðu flugvélarnar, sem flatmöguðu á völlunum í Oahu. Því var eigi þannig farið. Ratar- 'inn brást eigi fremur venju. Ólánið var í því fólgið, að amerískra flug- véla var vænzt úr þeirri átt, sem árásin kom, svo að aðvörunum rat- arans var eigi sinnt. Atburðurinn í Pearl Harbor sýnir glöggt gildi ratarans og fánýti hinna fullkomnustu véla og varnartækja, ef stjórnin bregzt. Síðan hefur sagan breytzt. Eigi er lengur komið að oss óvörum. Rat- arinn reynist stöðugt þýðingarmeiri í þessum alheimsófriði. En líkur sækir líkan heim. Oss til angurs og erfiðis höfum vér komizt að raun um, að bæði Þjóðverjar og Japanar hafa áþekkt tæki í fórum sínum, svo að tími óvæntra árása er hvarvetna liðinn hjá. Mikilvægi þessara miðunartækja

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.