Samtíðin - 01.04.1944, Page 14

Samtíðin - 01.04.1944, Page 14
10 SAMTÍÐIN gestum og átti við það tækifæri að leika þjóðsöngva allra þeirra Norð- urlandaþjóða, er þarna áttu fulltrúa. En þegar til átti að taka, vantaði hljómsveitina nótur að íslenzka þjóðsöngnum. Var ég beðinn að út- vega þær í tæka tíð, ef unnt væri. Ég sendi þegar símskeyti til eins af vin- um mínum í Khöfn, og sendi liann mér umbeðnar nótur tafarlaust. Er skemmst frá að segja, að þjóðsöng- ur vor vakti þarna geysimikla at- hvgli og óskipta aðdáun, og kváðust margir aldrei liafa lieyrt jafn mikil- fenglegan þjóðsöng. Varð þetta til þess, að ýrosar fyrirspurnir voru þarna gerðar varðandi íslenzka menningu, og er mér óhætl að full- yrða, að hið fagra lag Sveinbjörns Sveinbjörnssonar vakti athygli hinna möi’gu áheyrenda á þvi, að iiér á landi væru fleiri tegundir mennta við lýði en þær einar, sem tengdar eru heitunum: Edda og saga. í samhandi við alþingishátiðina á Þingvöllum árið 1930 var efnt til samkeppni um „alþingishátíðar- kantötu“. Við það tækifæri skópust nokkur myndarleg tónverk, er þjóð vor mundi nú ekki vilja án vera. Þykir gott að gripa til að flytja þau í útvarp af hljómplötum við ýmis há- tíðleg tækifæri, svo sem 17. júní, 1. desember o. s. frv. Er ég hræddur um, að öllu minni hátíðabragur væri við slík tækifæri, ef þessi verk hefðu ekki verið sköpuð. Höfundar þeirra eru ekki einungis enn á lifi, heldur allir á bezta skeiði ævinnar, og í lióp íslenzkra tónskálda hafa síðan 1930 bætzt nýir menn, sem góðs má vafalaust vænta sér af. Það kvað vera í ráði að efna til há- tíðahalda hér á komanda sumri, i sambandi við stofnun hins íslenzka lýðveldis. Nefnd á að kjósa til að undirbúa þessi hátíðahöld. Mér liefði fundizt sérstaklega vel til fundið, að efnt hefði verið til samkeppni um virðulegt íslenzkt tónverk í sambandi við þessi væntanlegu hátiðahöld. En ekki lief ég heyrt þeirrar hugmyndar gelið. Ilér hefði þó verið um alveg einstakt tækifæri að ræða. En nú er fresturinn auðvilað orðinn of stuttur og óhugsandi, að verkið yrði tilbúið, hvað þá fullæft fyrir 17. júni næst- komandi. — Mönnum virðist vera það sæmilega Ijóst, að árið 1944 sé mikið merkisár í sögu íslendinga. Væri því giftusamlegt, ef vér eignuð- umst a. m. k. eitt virðulegt tónverk, er bundið væri við þetta ár og megn- aði á ókomnum tíinum að samstilla hugi vorrar sundurh’ndu þjóðar, löngu eftir að jóreyltur hinna póli- tísku forreiðarmanna frá vetrinum 1943—44 er horfinn og' gleymdur. Fyrir nokkrum árum vildu Svíar eignast fánasöng við hið glæsilega kvæði Ossian-Nilssons: „Sveriges flagga“. Þeir efndu til samkeppni meðal tónskálda sinna. Árangurinn varð hið virðulega lag dr. Hugo Alfvéns, sem margir Islendingar þekkja. Um sköpun þess hefur Sam- tíðin áður birt grein. Slík verk verða sjaldnast til án utanaðkomandi að- stuðlunar. Ég held, að það væri furðu mikið giftuleysi og íslenzkt sinnu- leysi, ef þjóð vor léti hið milda tæki- færi til sköpunar þjóðlegs tónverks í ár ganga sér úr greipum. Rita'ð 26. febrúar.

x

Samtíðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.