Samtíðin - 01.04.1944, Qupperneq 17
SAMTfÐIN
13
Stúlkan stokkroðnaði. Hún dró
samanbögglaðan vasaklút upp úr
töskunni sinni, snéri sér hálfvegis fiá
mér og snýtti sér vandlega.
Það undarlega var, að mér fundust
orð stúlkunnai' alls elcki bera volt um
neina léttúð. Hún liafði ekki talað
um annað en að bún væri ef til vill
reiðubúin til þess að verða sér úti
um „vin“, sem „kærði sig um bana“,
rétt eins og hér væri aðeins um
hverja aðra atvinnu að ræða. Þetta
var að vísu lakara en að vera sauma-
stúlka, en samt sem áður nokkurs
konar starf — eins konar þrautalend-
ing.
En nú var ekki laust við, að ég
vrði hálfvandræðalegur.
— Þér eigið þó ekki við mig?
mælti ég í önugum ertnistón.
Stúlkan roðnaði enn meira en áður.
Hún kreisti vasaklútinn sinn milli
fingranna og horfði niður á fæturna
á sér.
— Nei, nei!......Ekki átti ég nú
eiginlega \áð það ....... Ég hélt
kannske, að þér kynnuð að þekkja
einhvern,.......að þér vilduð ef til
vill vera svo góður og færa þetta í tal
við einhvern af vinum yðar.“.......
Þetta táknaði livorki meira né
minna en það, að ég átti að gerast
hér milligöngumaður og selja stúlku-
tetrið einhverjum, sem kærði sig um
hana. Það var augljóst, að hún gerði
sér ekki fyllilega Ijóst, livað hér var
um að ræða. Hún átti sér einskis úr-
kosta, og í bili var þetta eina færa
leiðin, sem hún eygði út úr ógöng-
unum.
Ég gat alls ekki hneyklazt á þessu,
eins og allt var hér í garðinn búið,
og það mundi hafa verið býsna hjá-
kátlegt að fara að predika siðgæði
fyrir þessum vesalings stúlkufáráðl-
ingi. í þess stað snéri ég mér að fjár-
málahlið málsins og sagði:
— Gerið þér þetta ekki, stúlka mín.
Það horgar sig ekki. Allir karlmenn
eru staurblankir nú á dögum. Þeir
hafa ekki einu sinni ráð á því að eiga
sér „vinkonur“.
Þessu svaraði stúlkan ofur hæ-
versklega og án þess að líta upp:
— En sex krónur á viku mundu
nægja mér alveg fyrir öllum brýn-
ustu lifsnauðsynjum.
—- Hvað sögðuð þér? mælti ég
undrandi, rétt eins og ég hefði alls
ekki heyrt, hvað hún var að segja.
— Sex krónur, sagði hún hærra,
en þó ákaflega feimnislega. -— Hald-
ið þér, að það væri ofmikið?
— Nei, það veit hamingjan, en ætl-
ið þér virkilega að koma mér til að
trúa því, að nokkur maður geti lifað
af sex krónum á viku! ?
Þá sundurliðaði hún skýrt og skor-
inort fyrir mér, hvernig hún treysti
sér til að lifa sæmilegu lífi fyrir þessa
fjárhæð og meira segja leggja viku-
lega upp sem svaraði hálfri annarri
krónu.
Með hálfgerðri blvgðun varð mér
hugsað til þess, að kvöldið áður hafði
ég tapað í spilunum fjárliæð, sem
samkvæmt þessu mundi liafa nægt
þessari stúlku i sex mánuði.
Ég skreiddist fram úr rúminu og
fór að leita i öllum vösum minum.
Þar fann ég samtals 15 krónur. Ég
bauð stúlkunni 6 af þeim. 1 fyrstu
neitaði hún að þiggja féð.
Þá stakk ég krónunum í töskuna