Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 23

Samtíðin - 01.04.1944, Blaðsíða 23
SAMTÍÐIN 19 neitt móti þvi að kalla liaus á dýr- um, fremur en höfuð, en þar hafa orðin tíðkazt á víxl. Úr dönsku er komin sú venja að kalla það höfuð, sem styttra og liprara er að kalla haus, naglahaus, skrúfuhaus, kál- haus, brj'ggjuhaus, fjallshaus, hestshaus o. s. frv. Danskættað er að „hitta naglann á liöfuðið (træffe Sömmet paa Hovedet), og er það raunar ekki ástæða til að gera svo hnyttinn talshátt alveg landrækan. Á mönnum er sjaldan minnzt á haus nema í niðrandi tali: „skítugur upp fjrrir haus“, „steypast á liaus- inn“, „vera á hausnum“. Hjá forn- skáldum sést ekki þessi niðrunar- merking. Sighvatur skáld, sem kall- ar Ölaf helga „andprútt liöfuð“, er ófeiminn að tala um haus á konung- inum, margoft, lýsir honum „með „Ijósum hausi“ o: bjarthærðum. Eng- inn þarf að lóta sér blöskra, þótt menn beiti orðinu djarflega enn að dæmi Sighvats. Hvað þýðir að gera eitthvað í blóra við einhvern? er spurt. Við höfum vanizt þeirri notkun talshátt- arins, að sá geri eitthvað í blóra við annan, sem lætur sökina fyrir það bitna á honum, en ekki sér þ. e. hef- ur annan sér að skálkaskjóli. Nýj- ung sú hefur sézt í riti nokkrum sinnum síðustu ár, að talshátturinn þýddi að gera eitthvað í trássi við einhvern, t. d. þýddi „í blóra við al- mennt velsæmi“ sama sem gagn- stætt velsæminu. Hin nýja merking er röng. Og við, sem hinni höfum vanizt, lesum að óreyndu þá merk- ing í orðin og liöldum, að þetta þýði: i skálkaskjóli við almennt velsæmi — þér viljið eignast SÍGILDA BÖK, þá kaupið ÁFA3VGA eftir próf. SIGURÐ NORDAL. Þetta er fyrsta bindi af ritgerða- safni þessa ágæta fræðimanns og snjalla rithöfundar. Það ritsafn má ekki vanta i neinn bókaskáp á landinu. Eignizt það sem fyrst. Helgafellsútgáfan. V é 1 s m í ð i E 1 d s m í ð i Málmsteypa S k i p a- o g V élaviðgerðir

x

Samtíðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.