Samtíðin - 01.04.1944, Síða 24

Samtíðin - 01.04.1944, Síða 24
20 SAMTÍÐIN hvaða vit sem úr þeirri klausu ætti að draga. Blórar eru eiginlega úrgangur úr liör (d. Blaar). 1 þeim trefjum og ló mátti fela eitthvað, svo að eigin- lega þýðir talshátturinn aðeins að fara með eitthvað í felur (hak) við annan, en hlóramaður var sá maður kallaður i fornmáli, sem liafð- ur var til að fela bak við eða liafður að sökudólgi i annars stað. Svo segir maður í fornri sögu: „En ef svo verður, sem mér er grunur á, að dóttir þín sé með barni, þá eru þar fáir blóramenn, og vil ég ganga við faðerni.“ — Ekki hefði sá maður sagzt gera þetta i hlóra við almennt velsæmi. Hann storkaði velsæminn og vildi ekki leita sér blóramanna. Oft eru gömul orð varðveitt í ör- nefnum, þótt horfin'séu úr mæltu máli víðast um land. Sá tindur gnapir, sem gnæfir álút- ur, og er sögn sú fyrnd, en víða heiti leidd af. Naphorn er fjall við Beru- fjörð, áður Gnaphorn, hin gnapandi fjallshyrna. Napi, áður Gnapi, rís upp úr Stálfjalli norðan Breiðafjarð- ar. Smávaxnari Napar eru ýmsir til, einkum í Norður-Þingeyjarsýslu. Vel færi á að taka aftur upp g í upp- hafi nafna þessara. Hvesta heitir á Hornströndum næsti fjallraiii austan við Straum- nes, og er kringlótt skál framan í ranann, nefnd Hvestuskál. Skálin mun fyrr hafa heitið Hvesta, en ekki fjallraninn. Orðið hvesta lifir sums staðar enn á Vestfjörðum utan ör- nefna og merkir skál i hlíð eða ýmsu landslagi, stundum einnig skál í skafli, þar sem snjó hefur svifað frá Glugga Hurðir °g a 1 1 t t i 1 h ú s a. Magnús Jónsson Trésmiðja Vatnsstíg io, Reykjavík. Sími 3593. Pósthólf 102. Litla Blikksmiðjan Nýlendugötu 15, Reykjavík. A t h U g i ð Vanti yður eitthvað, sem að blikksmíði lýtur, þá er það Litla Blikksmiðjan

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.