Samtíðin - 01.05.1951, Side 9

Samtíðin - 01.05.1951, Side 9
SAMTIÐIN 5 FRÁ ÞJÓÐLEIKHIJSIIMIJ „Samtíðin“ mun framvegis, undir þessari fyrirsögn, birta myndir frá starfsemi Þjóðleikhússins. Við birt- um að þessu sinni myndir af fræg- ustu leikkonu Islands, frú önnu Borg, sem að undanförnu hefur lcik- ið hér við mikinn orðstír Heilaga Jóhönnu í samnefndum leik eftir G. Bernard Shaw. Það er sérstakt fagnaðarel'ni, að frú Anna Borg skuli hafa öðlazt tækifæri til að koma heim og leika hér, auk þess sem gestaheimsóknir af slíku tagi eru starfsemi Þjóðleikhússins í alla staði heillavænlegar. „Samtiðin“ vill nota tækifærið og óska Þjóðleikhúsinu til hamingju með nýafstaðið ársafmæli þess og þá miklu menningarstarfsemi, sem það hefur þegar af hendi leyst á þessu fyrsta og væntanlega að ýmsu leyti örðugasta starfsári sínu. Vonandi leiðir barátta leikhússins við fá- menni íslenzku þjóðarinnar og ýmsa aðra örðugleika ekki til þess, að það þurfi að „lækka seglin“ frá menn- ingarlegu sjónarmiði. Myndin til vinstri er af önnu Borg sem Heilagri Jóhönnu í lokaþætti leiksins, en á neðri myndinni sést hún í 2. atriði ásamt Karli prins (Lárusi Pálssyni).

x

Samtíðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.