Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 49

Fréttablaðið - 24.12.2009, Page 49
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamað- ur ársins fyrir árið 2009 verður útnefndur þriðjudaginn 5. janúar næstkomandi en atkvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hafa nú verið talin og fyrir liggur hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og setur hver félagsmað- ur SÍ saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólaf- ur Stefánsson (handbolti), kemst nú á listann í ellefta sinn og setur með því met því enginn hópíþrótta- maður hefur komist oftar á list- ann. Ólafur hefur þrisvar sinnum verið kosinn íþróttamaður ársins því hann var einnig valinn 2002 og 2003. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna, 2004 og 2005) og Guðjón Valur Sigurðsson (hand- bolti, 2007) eru þeir einu á listan- um auk Ólafs sem hafa verið kosn- ir Íþróttamenn ársins. Eiður Smári er á topp tíu listan- um tíunda árið í röð og kemst þar með í hóp þriggja kunnra kappa en þeir Guðmundur Gíslason (sund, fimmtán ár í röð frá 1957-1971), Bjarni Friðriksson (júdó, ellefu ár í röð frá 1982-1992) og Valbjörn Þorláksson (frjálsar, tíu ár í röð frá 1956-1965) náðu allir að vera á topp tíu listanum í heilan áratug. Jón Arnór Stefánsson (körfu- bolti) getur einnig talist vera reynslubolti á listanum en hann er nú að komast á topp tíu listann í sjöunda skiptið, þar af í þriðja árið í röð. Guðjón Valur er á listanum fimmta árið í röð, eða síðan hann komst þangað fyrst árið 2005. Fjórir nýliðar eru nú á topp tíu listanum, þar af þrjár konur. Þetta eru þau Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þor- steinsdóttir (frjálsar) og Hólmfríð- ur Magnúsdóttir (knattspyrna). Helena kemst nú á listann eftir að hafa verið í ellefta sæti undanfarin þrjú ár og Helga Margrét er fyrsti frjálsíþróttamaðurinn í fimm ár til þess að komast í hóp tíu bestu. Þau Jakob Jóhann Sveinsson (sund) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) komast nú bæði á topp tíu listann eftir fjögurra ára fjarveru en þau voru bæði síðast á listanum fyrir árið 2005. Þetta verður í 54. skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja Íþróttamann ársins en jafnframt í fjórða sinn sem sigurvegarinn fær að lyfta styttunni frægu sem var gefin til kjörsins árið 2006. ooj@frettabladid.is ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR JÓN ARNÓR STEFÁNSSON JAKOB JÓHANN SVEINSSON GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Ólafur á topp tíu í 11. sinn Fjórir íþróttamenn eru í fyrsta sinn á topp tíu listanum í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna á Íþróttamanni ársins en kjörið verður gert opinbert 5. janúar. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR HELENA SVERRIS- DÓTTIR EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2008 Ólafur Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/XXXXXXX ÓLAFUR STEFÁNSSON ENGLAND Rafa Benitez, stjóri Liver- pool, viðurkenndi í gær að liðið yrði einfaldlega að vinna sigur þegar það mætir Wolves á öðrum degi jóla. Þá fara átta leikir fram í ensku úrvalsdeildinni og svo tveir á sunnudaginn. Reyndar er veislunni ekki lokið þar með. Strax á mánudaginn fara svo fram sex leikir og haldið verð- ur svo áfram á þriðju- og miðviku- daginn. Það verður því leikið í ensku úrvalsdeildinni fimm daga í röð. Liverpool tapaði fyrir Port- smouth um síðustu helgi og er nú í áttunda sæti deildarinnar. Wolves er í tólfta sæti en Benit- ez sagði ekkert annað en sigur koma til greina hjá sínum mönn- um. Hann sagðist einnig vongóð- ur fyrir átökin fram undan í deild- inni, þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið. „Síðustu 2-3 ár hefur okkur geng- ið vel á síðari hluta tímabilsins og því erum við fullir sjálfstrausts,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. „Við höfum unnið marga leiki í röð og höfum trú á að við getum endurtekið þann leik nú ef leik- menn sleppa við meiðsli.“ Chelsea tekur á móti Birm- ingham á laugardaginn en þeir Michael Essien, Nicolas Anelka og Deco verða allir frá vegna meiðsla. Daniel Sturridge verður því í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik. „Við höfum ekki spilað vel í síð- ustu leikjum en ef við leggjum okkur 100 prósent fram getum við unnið,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. - esá Heil umferð á Englandi um jólahelgina: Verðum að vinna LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur, annar í jólum Birmingham - Chelsea 12.45 Fulham - Tottenham 13.00 West Ham - Portsmouth 13.00 Burnley - Bolton 14.00 Manchester City - Stoke 15.00 Sunderland - Everton 15.00 Wigan - Blackburn 15.00 Liverpool - Wolves 17.30 Sunnudagur 27. desember Arsenal - Aston Villa 13.30 Hull - Manchester United 16.00 RAFA BENITEZ Stjóri Liverpool hefur mátt þola mikla gagnrýni á leiktíðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FIMMTUDAGUR 24. desember 2009 25 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2010. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir formaður og Jón Óttar Ragnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhend- ingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dul nefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2010 Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 590 1520 og 590 1521. Um leið og við þökkum fyrir samstarfi ð á árinu sem er að líða óskum við landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Ármúla 30 | 108 Reykjavík Sími 560 1600 | www.borgun.is Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.