Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 49

Fréttablaðið - 24.12.2009, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS Íþróttamað- ur ársins fyrir árið 2009 verður útnefndur þriðjudaginn 5. janúar næstkomandi en atkvæði í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna hafa nú verið talin og fyrir liggur hvaða tíu íþróttamenn urðu efstir. Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Samtökum íþróttafréttamanna er leynileg og setur hver félagsmað- ur SÍ saman lista með nöfnum tíu íþróttamanna sem honum þykja hafa skarað fram úr á árinu. Íþróttamaður ársins 2008, Ólaf- ur Stefánsson (handbolti), kemst nú á listann í ellefta sinn og setur með því met því enginn hópíþrótta- maður hefur komist oftar á list- ann. Ólafur hefur þrisvar sinnum verið kosinn íþróttamaður ársins því hann var einnig valinn 2002 og 2003. Eiður Smári Guðjohnsen (knattspyrna, 2004 og 2005) og Guðjón Valur Sigurðsson (hand- bolti, 2007) eru þeir einu á listan- um auk Ólafs sem hafa verið kosn- ir Íþróttamenn ársins. Eiður Smári er á topp tíu listan- um tíunda árið í röð og kemst þar með í hóp þriggja kunnra kappa en þeir Guðmundur Gíslason (sund, fimmtán ár í röð frá 1957-1971), Bjarni Friðriksson (júdó, ellefu ár í röð frá 1982-1992) og Valbjörn Þorláksson (frjálsar, tíu ár í röð frá 1956-1965) náðu allir að vera á topp tíu listanum í heilan áratug. Jón Arnór Stefánsson (körfu- bolti) getur einnig talist vera reynslubolti á listanum en hann er nú að komast á topp tíu listann í sjöunda skiptið, þar af í þriðja árið í röð. Guðjón Valur er á listanum fimmta árið í röð, eða síðan hann komst þangað fyrst árið 2005. Fjórir nýliðar eru nú á topp tíu listanum, þar af þrjár konur. Þetta eru þau Björgvin Páll Gústavsson (handbolti), Helena Sverrisdóttir (körfubolti), Helga Margrét Þor- steinsdóttir (frjálsar) og Hólmfríð- ur Magnúsdóttir (knattspyrna). Helena kemst nú á listann eftir að hafa verið í ellefta sæti undanfarin þrjú ár og Helga Margrét er fyrsti frjálsíþróttamaðurinn í fimm ár til þess að komast í hóp tíu bestu. Þau Jakob Jóhann Sveinsson (sund) og Þóra Björg Helgadóttir (knattspyrna) komast nú bæði á topp tíu listann eftir fjögurra ára fjarveru en þau voru bæði síðast á listanum fyrir árið 2005. Þetta verður í 54. skiptið sem Samtök íþróttafréttamanna velja Íþróttamann ársins en jafnframt í fjórða sinn sem sigurvegarinn fær að lyfta styttunni frægu sem var gefin til kjörsins árið 2006. ooj@frettabladid.is ÞÓRA BJÖRG HELGADÓTTIR JÓN ARNÓR STEFÁNSSON JAKOB JÓHANN SVEINSSON GUÐJÓN VALUR SIGURÐSSON HÓLMFRÍÐUR MAGNÚSDÓTTIR Ólafur á topp tíu í 11. sinn Fjórir íþróttamenn eru í fyrsta sinn á topp tíu listanum í kjöri Samtaka íþrótta- fréttamanna á Íþróttamanni ársins en kjörið verður gert opinbert 5. janúar. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR HELENA SVERRIS- DÓTTIR EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN BJÖRGVIN PÁLL GÚSTAVSSON ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS 2008 Ólafur Stefánsson. FRÉTTABLAÐIÐ/XXXXXXX ÓLAFUR STEFÁNSSON ENGLAND Rafa Benitez, stjóri Liver- pool, viðurkenndi í gær að liðið yrði einfaldlega að vinna sigur þegar það mætir Wolves á öðrum degi jóla. Þá fara átta leikir fram í ensku úrvalsdeildinni og svo tveir á sunnudaginn. Reyndar er veislunni ekki lokið þar með. Strax á mánudaginn fara svo fram sex leikir og haldið verð- ur svo áfram á þriðju- og miðviku- daginn. Það verður því leikið í ensku úrvalsdeildinni fimm daga í röð. Liverpool tapaði fyrir Port- smouth um síðustu helgi og er nú í áttunda sæti deildarinnar. Wolves er í tólfta sæti en Benit- ez sagði ekkert annað en sigur koma til greina hjá sínum mönn- um. Hann sagðist einnig vongóð- ur fyrir átökin fram undan í deild- inni, þrátt fyrir allt sem á undan hefur gengið. „Síðustu 2-3 ár hefur okkur geng- ið vel á síðari hluta tímabilsins og því erum við fullir sjálfstrausts,“ sagði Benitez á blaðamannafundi í gær. „Við höfum unnið marga leiki í röð og höfum trú á að við getum endurtekið þann leik nú ef leik- menn sleppa við meiðsli.“ Chelsea tekur á móti Birm- ingham á laugardaginn en þeir Michael Essien, Nicolas Anelka og Deco verða allir frá vegna meiðsla. Daniel Sturridge verður því í byrjunarliði Chelsea í fyrsta sinn í deildarleik. „Við höfum ekki spilað vel í síð- ustu leikjum en ef við leggjum okkur 100 prósent fram getum við unnið,“ sagði Carlo Ancelotti, stjóri Chelsea. - esá Heil umferð á Englandi um jólahelgina: Verðum að vinna LEIKIR HELGARINNAR Laugardagur, annar í jólum Birmingham - Chelsea 12.45 Fulham - Tottenham 13.00 West Ham - Portsmouth 13.00 Burnley - Bolton 14.00 Manchester City - Stoke 15.00 Sunderland - Everton 15.00 Wigan - Blackburn 15.00 Liverpool - Wolves 17.30 Sunnudagur 27. desember Arsenal - Aston Villa 13.30 Hull - Manchester United 16.00 RAFA BENITEZ Stjóri Liverpool hefur mátt þola mikla gagnrýni á leiktíðinni. NORDIC PHOTOS/GETTY FIMMTUDAGUR 24. desember 2009 25 Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2010 Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óprentuðu handriti að ljóðabók, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar sem verða til úthlutunar á síðari hluta árs 2010. Verðlaun að upphæð 600 þúsund krónur verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin; Kolbrún Bergþórsdóttir formaður og Jón Óttar Ragnarsson tilnefnd af menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar og Ingibjörg Haraldsdóttir tilnefnd af Rithöfundasambandi Íslands. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert þeirra verka sem borist hafa fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka, má fella verðlaunaafhend- ingu niður það ár. Handritum sem keppa til verðlaunanna þarf að skila merktum dul nefni, en nafn og heimilisfang fylgi með í lokuðu umslagi. Handrit berist í síðasta lagi 1. júní 2010 Utanáskrift: Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar b.t. Signýjar Pálsdóttur, skrifstofustjóra menningarmála, Menningar- og ferðamálasviði Reykjavíkurborgar, Vesturgötu 1, 2.hæð, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu Menningar- og ferðamálasviðs s. 590 1520 og 590 1521. Um leið og við þökkum fyrir samstarfi ð á árinu sem er að líða óskum við landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári. Ármúla 30 | 108 Reykjavík Sími 560 1600 | www.borgun.is Gleðilega hátíð og farsælt nýtt ár
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.