Samtíðin - 01.04.1955, Síða 11
SAMTÍÐIN
7
vilja halda ljósa litarhættinum, og
nefnist hann: „Antibrunissante“.
Sumarandlitssnyrting á að vera
mjög lítil. Bera skal örlítinn lit á
kinnarnar og breiða hann út að
gagnaugunum. Augnabrúnirnar séu
bogadregnar með dálitlum hlykk.
Fremst og til endanna eiga þær að
vera mjóar, en breiðar um miðjuna,
þar sem hlykkurinn er. Varaliturinn
á að vera gljáandi. Til þess að koma í
veg fyrir, að varaliturinn bráðni,
þegar heitt er í veðri, og renni út
fyrir varalínuna, er gott að púðra
varirnar, áður en liturinn er borinn á
þær. Gott ráð við of heitum kinnum
er að kæla þær með baðmull vættri
í „Skin Freshener“, þótt þær séu
púðraðar. Bezta púðui', sem nú fæst
og hefur alla kosti til að bera, nefnist
Voile Invisible“ (Ósýnilega slæð-
an) og er frá Elizabeth Arden.
Stúlkan er hætt við þig
JÓHANN skrifar: Freyja mín.
Ég hef verið ástfanginn í ungri og
fallegri stúlku í þrjú ár og ætlaði
mér auðvitað að kvænast henni. En
hvað skeður? Allt í einu hættir hún
alveg við mig og tekur saman við
samvizkulausan kvennabósa, sem ég
er handviss um, að yfirgefur hana
eftir nokkra mánuði. Það er nú hans
aðferð, þegar hann hefur leikið sér
að stúlkunum eins og honum gott
þykir! Og þá gæti ég trúað, að stúlk-
Vel klædd
kona kaupir hattana hjá okkur.
HATTAVERZLUN ÍSAFOLDAR H.F.
Bára Sigurjónsdóttif,
Austurstrætj 14. Sími 5222.
an mín kæmi aftur til mín og vildi
endurnýja kunningsskapinn. En á ég
þá að taka hana í sátt eða ekki?
Finnst þér, að ég ætti ef til vill að
reyna að telja henni hughvarf nú
þegar eða vara hana að minnsta
kosti við flagaranum?“
Svar: Blessaður, láttu þér ekki
til hugar koma að reyna að telja
stúlkunni hughvarf, Jóhann minn.
Það er alveg tilgangslaust. Ungar
stúlkur eru ekki vanar að láta segja
sér fyrir verkum í ástamálum. Það
er auðvitað ósköp fallegt af þér að
hugsa þér að taka stúlkuna í sátt, ef
hún skyldi leita á náðir þínar seinna.
En það gerir hún bara ekki. Hún er
hætt við þig fyrir fullt og allt. Þess
vegna er ekkert annað að gera en
reyna að gleyma henni sem allra fyrst
og fara svo í rólegheitum að hugsa
þér fyrir konuefni í staðinn. Það er,
sem hetur fer, nóg til í landinu af
ágætum stúlkum, sem margar hverj-
ar eru alls ekki frábitnar þvi að
ganga í heilagt hjónaband.
ic Það, sem hentar þér
♦ Perlur (ekta eða gervi), dem-
antar (ekta, ef þú átt þá),
glitrandi steinar.
♦ Sundholur í einu lagi.
♦ Stuttklippt hár (samt ekki of
stutt), en ávallt vel snyrt og
gljáandi. Mjúkur litblær á
hárinu.
♦ Glæsileg og kvenleg sportföt.
♦ Síðbuxur (slacks), ef þú ert
grönn, annars ekki.
♦ Púður og krem í mjúkum,
björtum litum (pastel),