Samtíðin - 01.04.1955, Blaðsíða 12
8
SAMTÍÐIN
■jr Það, sem forðast ber
♦ Stuttar belgerniar.
♦ Taglgreiðsla á hári.
♦ Ofstuttar neglur.
♦ Stuttsokkar (hosur).
♦ Stuttbuxur.
♦ Slaufur í hárinu.
Ulreittar JJ. (jeirdat;
Heitum a Skálholtskirkju
SKÁLHOLT í Biskupstungum er
nú á ný að ná tökum á hugum al-
mennings hér á landi, einkum síðan
rannsóknir fóru fram á staðnum
síðastliðið sumar og j'msir fornir
gripir fundust. Mun flestum finnast,
að steinkista Páls biskups beri af
þeim öllum.
Nú eru allir sammála um, að end-
urreisa beri hið forna biskupssetur,
en hvar á að taka fé til þess?
Þegar blöðin birta langa dálka af
áheitum á Strandarkirkju, hefur mér
dottið í hug, hvort það væri ekki í
samræmi við hinn margprédikaða
bróðurhug, að Strandarkirkja léði
hinni fátæku, sunnlenzku systur sinni
í Skálholti nokkra fjárhæð. Með því
gæti hún hjálpað henni til að varpa
af sér tötrunum.
El' þessi hjálp fæst ekki, vil ég
slinga upp á því, að landsmenn
geri tilraun að heita á Skálholts-
kirkju. Mætti vel fara svo, að lnin
reyndist happasæl.
Uc
/ecjna ffo
liér textann
tía áilorana lirtum
dœyurlatf mánaöarins
PABBI KÝS MAMBÓ
Texti: Guðmundur Sigurðsson.
Sungið á TÓNIKA-hljómplötu af
öskubuskum.
Pabbi kýs Mambó, mamma kýs Mambó,
bæði þau beygja sig,
brosa og sveigja sig,
hlæja og hneigja sig.
Hæ!
Pabbi kýs Mambó, mamma kýs Mambó,
létt þeirra lundin er,
leika þau stundum sér,
fjör þeirra undur er.
Æ!
Alltáf má á þeim sjá
ást og þrá ljómi af brá,
dansinn þótt duni ótt.
Pabbi mænir á mömmu,
og mamma þá kyssir hann hljótt.
Pabbi kýs Mambó, mamma kýs Mambó,
kátt er í kringum þau,
klappa og syngja þau,
ánægjan yngir þau.
Æ!
Pabbi kýs Mambó, mamma kýs Mambó,
dönsum ei rúmba
og dönsum ei samba,
því pabbi kýs Mambó í nótt.
(Eftirprentun bönnuð).
Hann: „Mér finnst endilega, að
ég kannist við andlitið á yður síðan
í gamla daga.“
Hún: „Óhugsandi, því þetta and-
lit hef ég ekki liaft nema í tvo daga.“
ÍSLENZKAR KONUR. Lesið kvennaþætti
Samtíðarinnar. Gerizt áskrifendur. Mun-
ið: 10 hefti árlega fyrir aðeins 35 kr. Send-
ið okkur áskriftarbeiðnina neðst á bls. 2.
Kraftur hins sunnlenzka gróðurs
býr í smjörinu og ostunum fró okkur.
Mjólkurbú Flóamanna.