Samtíðin - 01.04.1955, Síða 18

Samtíðin - 01.04.1955, Síða 18
14 SAMTÍÐIN skylduboði einhvern tíma á þessum varðhaldsárum hjá ömmu gömlu. Þau frændhjúin gengu í heilagt hjónaband 17. marz 1905. Frábærri umhyggjusemi frú Roosevelt er þakkað það langmest, að maður hennar rétti að verulegu leyti við eftir lömunarveiki þá, sem hann sýktist af árið 1921. Og enginn vafi leikur á því, að það var upp- örvun hennar að þakka, að þessi mikilhæfi maður hætti ekki öllum afskiptum af stjórnmálum eftir þetta veikindaáfall. Aldrei þreyttist luin á að sannfæra hann um, að hann ætti mikla og glæsilega framtíð í vændum á sviði stjórnmálabaráttunnar. En frú Roosevelt nægði ekki að vera eiginkona mikils manns. Til þess var hún of djúpt snortin af öllu því ])jóð- félagslega óréttlæti, sem ótölulegur fjöldi fólks átti að búa. Á það gat hún ekki horft aðgerðarlaus, og því varpaði hún sér ótrauð út í stjórn- málabaráttuna og skipaði sér 1 fylk- ing frjálslyndra manna. Það eru engar ýkjur, þó að sagt sé, að frá því að maður hennar varð forseti Bandarikjanna 1933, hafi ekki kveðið öllu minna að forseta- frúnni en forsetanum sjálfum í Hvíta húsinu í Washington. Frú Roosevelt varð fyrst til þess af öllum forseta- frúm vestan liafs að hoða blaðamenn á sinn fund og skrifa daglega heilan dálk í dagblað! Þetta blað, „Mv Day“ — Dagurinn minn — öðlaðist brátt hvorki meira né minna en 4.500.000 lesendur. Frú Roosevelt varð einnig fyrsta forsetafrú, sem flutti fyrirlestra, ýmist á mannfund- um eða í útvarp. Var þá nokkur furða, þótt nafn hennar væri á hvers manns vörum, ekki einungis í Bandaríkjunum, heldur og miklu viðar um lönd? Til dæmis um at- hafnasemi hennar má nefna, að árið 1940 hafði hún ferðazt 280.000 mílur, skrifað meii-a en 1.000.000 orð, flutt hundrað erindi ýmist frammi fyrir áheyrendum eða í útvarp og svarað allt að 1.000.000 bréfa, sem henni höfðu borizt. UM ÞESSA furðulegu konu hefur það verið sagt, að hún hafi verið bæði augu og eyru forsetans, manns- ins síns. Sjálfur var hann, þessi mik- ilhæfi og geðþekki maður, fjötraður við hjólastól sinn heima í Washing- ton. En á meðan ferðaðist frú Roose- velt um Ríkin þver og endilöng, kynnti sér ástandið þar í ýmsum greinum og færði manni sínum frétt- ir af skoðunum þeim, er hún komst á snoðir um eða uppi voru í það og það skiptið. Mörg atriðin í viðreisn- aráformum forsetans, hinu heims- lræga New Deal, svo sem lagfæring á fátækrahvei’fum stórborganna og æskulýðsaðstoðin, voru beinlínis sprottin af ferðalögum konu hans. Þegar Bandaríkin voru komin í strið- ið, eftir árás Japana á Perluhöfn, heimsótti frú Roosevelt hermennina i fremstu víglínu allt frá Evrópu til Suður-Kyrrahafs, færði þeim fréttii' að heiman og forsetanum fréttir af þeim og skoðunum þeirra á ýmsum málum. En árið 1945, á útmánuðum, and- aðist Roosevelt forseti. Þá var sigur bandamanna í styrjöldinni ekki langt undan, enda dó forsetinn með

x

Samtíðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtíðin
https://timarit.is/publication/647

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.