Fréttablaðið - 30.12.2009, Side 4

Fréttablaðið - 30.12.2009, Side 4
4 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR ALÞINGI Alþingi kýs í dag nefnd níu þingmanna til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis við skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þessari nefnd er meðal annars ætlað að taka afstöðu til þess hvort tilefni sé til að höfða mál gegn ráð- herrum fyrir Landsdómi fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð í aðdraganda bankahrunsins. Þingmannanefndin mun fá skýrslu rannsókn- arnefndar Alþingis til meðferðar í janúarlok. Hún hefur síðan tíma til septemberloka 2010 til að gera tillögur um viðbrögð Alþingis. Ríkisstjórnarflokkarnir hafa ekki meirihluta í þingmannanefndinni eins og í öðrum nefndum Alþingis því stjórnarandstaðan mun þar skipa fimm af nefndarmönnunum níu. Framsóknar- flokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og VG munu hver eiga tvo fulltrúa en níundi nefnd- armaðurinn kemur úr þingflokki Hreyfingar- innar. Síðdegis í gær höfðu allir þingflokkar nema sjálfstæðismenn tilnefnt sína fulltrúa. Nöfn væntanlegra nefndarmanna eru birt hér til hliðar. Með lögunum, sem Alþingi setti í gær, var ákveðið að kosning þingmannanefndarinnar skuli rjúfa fyrningu hugsanlegra brota á lögum um ráðherraábyrgð á sama hátt og ef þing- ið hefði kosið sérstaka rannsóknarnefnd til að fjalla um embættisbrot ráðherra. Brot á lögum um ráðherraábyrgð fyrnast almennt á þremur árum. Lögunum frá í gær er ætlað að lengja þann frest um allt að eitt ári. Þingmenn Hreyfingarinnar sátu hjá en þing- menn úr öðrum flokkum stóðu að afgreiðslu málsins í gær. Breytingartillögur Þórs Saari, fyrir hönd Hreyfingarinnar, um að nefnd fimm valinkunnra einstaklinga utan þings yrði falið að fjalla um mál sem snerta þingmenn, ráðherra og fjölskyldur þeirra, vöktu hörð viðbrögð. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Samfylkingu, Þuríður Backman, VG, og Siv Friðleifsdóttir, Framsóknarflokki, lögðust á eitt um að mót- mæla málflutningi Þórs. Siv sagði tillögur hans sýndarmennsku. Óþolandi væri að sitja undir því hvernig Þór Saari talaði niður til þing- manna og „sýndi Alþingi puttann“. peturg@frettabladid.is Níu þingmenn eiga að vinna úr rannsóknarskýrslunni Alþingi kýs í dag níu manna þingnefnd sem gera á tillögur um viðbrögð vegna skýrslu rannsóknarnefndar þingsins. Nefndin mun hafa tíma fram í september til að gera tillögur um viðbrögð. Frá Framsóknarflokknum: Eygló Harðardóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson. Frá Hreyfingunni: Birgitta Jónsdóttir. Frá Samfylkingunni: Magnús Orri Schram og Oddný G. Harðardóttir. Frá Sjálfstæðisflokknum: Ófrágengið. Frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði: Atli Gíslason og Lilja Rafney Magnúsdóttir. Allir ofangreindir þingmenn voru fyrst kosnir á Alþingi síð- astliðið vor, nema Atli Gíslason sem tók sæti á Alþingi árið 2007. ÞAU MUNU SKIPA NEFND ALÞINGIS RANNSÓKNARNEFND Alþingi mun í dag kjósa níu þingmenn í nefnd til að gera tillögur um til hvaða aðgerða Alþingi eigi að grípa í framhaldi af skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ef gripið er til samlíkingar við al- menn sakamál má segja að málið sé, með skýrslugjöf rannsóknarnefndar Alþingis, komið á ákærustig að lokinni rannsókn. ALLSHERJARNEFND ALÞINGIS Í FRAMHALDSNEFNDARÁLITI. VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 20° 9° 0° 1° 3° 9° 8° 1° 1° 22° 6° 20° 3° 21° -12° 11° 13° -6° Á MORGUN Hæg norðaustlæg eða breytileg átt. NÝÁRSDAGUR Stíf NA-átt A-til, annars hæg breytileg. -4 -2 -5 -6 -8 -2 -6 -12 0 -3 -1 5 4 1 5 2 2 4 4 8 5 4 -2 -2 -3 -6 -4 -3 -8 -4 -4 -2 FLOTT VEÐUR NÆSTU DAGA Það er varla hægt að biðja um betri veð- urspá fyrir gamlárs- kvöld en horfur eru á hægviðri og bjartviðri um nánast allt land. Austanlands verður þó líklega skýjað með köfl um. Hitinn breytist lítið og verður frost víðast á bilinu 2-8 stig. Elísabet Margeirsdóttir Veður- fréttamaður DÓMSMÁL Íslenska ríkið hefur verið dæmt til að greiða pilti 70 þúsund krónur í miskabætur vegna þess að lögreglan í Borgarnesi lét hann fara í þvagprufu á lögreglustöð þrátt fyrir að hann hefði þegar mælst allsgáður í öndunarprófi. Pilturinn var sautján ára þegar hann var stöðvaður á bensínstöð í Borgarnesi eftir hádegi í janúar síðastliðnum. Lögreglumenn full- yrtu að þeim hefði borist utanað- komandi ábending um að pilturinn hefði verið ölvaður kvöldið áður og einnig falboðið fíkniefni. Pilturinn veitti öndunarsýni á staðnum og mældist ekki undir áhrifum. Engu að síður óskuðu lög- reglumennirnir eftir því að piltur- inn kæmi með þeim á lögreglustöð- ina og gæfi þvagsýni. Hann gekkst við því, að eigin sögn vegna þess að hann þorði ekki að neita af ótta við að vera þá beittur valdi. Á lög- reglustöðinni beið pilturinn síðan í tvo tíma eftir að geta gefið sýnið. Í niðurstöðu dómsins segir að sú ákvörðun lögreglumannanna að flytja piltinn á lögreglustöð hafi verið í engu samræmi við tilefnið, og að pilturinn hafi því á ólögmæt- an hátt verið sviptur frelsi sínu. Einnig er gerð athugasemd við það að ekki hafi verið haft sam- band við forráðamenn piltsins, enda var hann ólögráða. Lögreglu- mennirnir sögðu það vera venju í umdæminu að kalla ekki til for- eldra þegar ungir ökumenn væru grunaðir um brot undir stýri. - sh Pilti dæmdar 70 þúsund krónur í bætur frá íslenska ríkinu: Lögregla svipti barn frelsinu BORGARNES Lögreglumenn grunuðu piltinn um ölvun nóttina áður, og að hann hafi boðið fólki fíkniefni. FRÉTTABLAÐIÐ / PJETUR ALÞINGI Ráðgert er að fresta störf- um Alþingis til 26. janúar að lokn- um þingfundi í dag. Í dag ráðast úrslit Icesave-málsins á Alþingi. Auk þess er stefnt að því að kjósa í dag níu þingmenn til að starfa í nefnd, sem á að gera til- lögur um viðbrögð þingsins við skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis um orsakir bankahruns- ins. Skýrsla Rannsóknarnefnd- arinnar verður lögð fram og birt opinberlega fyrir lok janúar. - pg Störf Alþingis: Þingi frestað til 26. janúar FINNLAND, AP Forsætisráðherra Finnlands kveðst ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Miðflokksins á næsta ári. Hann ber við heilsufarsástæðum. Tilkynning Matti Vanhanen um þetta rétt fyrir jól kom í kjölfar minnkandi fylgis flokks hans og aukinna krafna um afsögn hans. Þrýstingur á afsögn Vanhanens hefur aukist eftir umfjöllun um hneyksli tengt pólitískri fjársöfn- un og umfjöllun slúðurblaða um ástalíf hans. Í flokksblaðinu Suomenmaa kvaðst Vanhanen þurfa tíma til að ná sér eftir aðgerð á fæti sem áætlað er að hann fari í síðla á næsta ári. Hann hefur verið forsætisráðherra síðan 2003. - óká Matti Vanhanen í Finnlandi: Sækist ekki eft- ir endurkjöri MATTI VANHANEN Á blaðamannafundi í gær kvaðst Matti Vanhanen reiðubúinn til að láta af embætti. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SVISS, AP Svissneska tryggingafé- lagið Zurich Financial Services Group hefur upplýst um kaup á endurtryggingu upp á 225 millj- ónir Bandaríkjadala af Lakeside Re II Ltd. vegna hættu á jarð- skjálftum í Kaliforníu í Banda- ríkjunum. Upphæðin nemur 28,4 milljörðum króna. Lakeside er endurtryggingafé- lag með aðsetur á Cayman-eyjum, en svissneska tryggingafélagið segir samninginn nú koma í stað fyrri samnings frá árinu 2006. Endurtryggingafélög selja trygg- ingafélögum tryggingar vegna stóráfalla. Með því dreifa síðar- nefndu félögin áhættu sinni. - óká Kaupa endurtryggingu: Tryggja fyrir 28,4 milljarða GENGIÐ 29.12.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 233,8552 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 125,20 125,80 200,40 201,38 180,46 181,46 24,244 24,386 21,677 21,805 17,441 17,543 1,3645 1,3725 196,25 197,41 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.