Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 16

Fréttablaðið - 30.12.2009, Síða 16
16 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR I Undir lok ársins sáum við frétta- myndir frá Mílanó. Hinn ítalski Massimo Tartaglia hafði grýtt afsteypu af dómkirkjunni í Míl- anó í andlit Silvios Berlusconis forsætisráðherra Ítala. Ljósmynd- ir af blóðugu andliti Berlusconis fóru eins og eldur í sinu um heim- inn. Angistin leyndi sér ekki á svip glaða forsætisráðherrans, synduga fjörkálfsins. Svipurinn var líkt og freðinn, angistin orðlaus. Þetta minnti á forna höggmynd. Mynd- höggvarinn hefur haft ríkar ástæð- ur fyrir því að láta sársauka ráð- herrans ekki brjótast út í ópi. Árásarmaðurinn mun síðar hafa skrifað Berlusconi afsök- unarbeiðni, þar sem hann sagði meðal annars að árásin hefði verið huglaus. Um leið tók hann fram að hann hataði Berlusconi, manninn sem myndi leiða Ítalíu til glötunar. Hann hafði alltaf hatað Berlusconi. Allt árið á undan hafði ítalski for- sætisráðherrann verið tíður gest- ur í heimspressunni, einkum fyrir fréttir af bílífi. Silvio Berlusconi er táknmynd upphafs 21. aldarinnar. Hann veður í peningum. Hann stend- ur ekki fyrir neitt. Hann veður í kvenfólki og gerir illt verra. Hann er tákn einhvers mesta innihalds- leysis í sögu mannkynsins. Hann er sjónvarpsskjár. Hann er ekki til. En það rennur í honum blóð og okkur brá þegar við sáum það leka niður andlit hans eftir að Mass- imo Tartaglia hafði kastað í hann dómkirkju. Sársauki Berluscon- is braust ekki út í ópi, eða linnu- lausu tali sem lýsti hneykslan og vonbrigðum með vonda menn í vondum heimi, sem grípa næstu dómkirkju eins og ekkert sé sjálf- sagðara, og fleygja henni í andlit- ið á glöðum og valdamiklum gosa. Andlitið var skyndilega stillt á núll. Við vorum að horfa á vaxmynd. Og það lak úr henni blóð. II Í upphafi árs var gerð búsáhalda- bylting á Íslandi. Vondri ríkisstjórn undir forystu stjórnmálaflokks sem hafði leitt Ísland til glötunar var komið frá völdum. Engar dóm- kirkjur voru rifnar upp með rótum í átökunum í Reykjavík. Enginn valdhafi fékk dómkirkju í andlit- ið. Við sáum andlit þeirra aldrei afmyndast. Þjóðminjasafnið var á sínum stað daginn eftir. Hallgríms- kirkja líka. Það sama má segja um Hamborgarabúllu Tómasar, og varla er hún þung! En byltingin dugði til þess að vondir valdhaf- ar hrökkluðust frá völdum, valdið hafði spillt þeim með þeim hætti að þeir þekktu ekki vitjunartíma sinn. Það þurfti ekki að kasta afsteypu af dómkirkjunni í Reykjavík í and- lit þeirra til þess að þeir áttuðu sig á því að einu furðulegasta skeiði Íslandssögunnar var lokið. III Íslensku stjórnmálamennirnir sem fóru frá völdum á fyrri hluta árs- ins 2009 stóðu ekki fyrir neitt. Við vissum það allan tímann. Hér voru flokkar við völd sem voru álíka innihaldslausir og brosið á andliti Berlusconis. Þeir þurftu ekki að missa andlitið til þess að við átt- uðum okkur á því. Hrunið sem átti sér stað haustið 2008 hafði gerst löngu fyrr. Búsáhaldabyltingin var þess vegna líka gerð of seint. Þeir sem vilja gera hana að stór- kostlegum sögulegum atburði gera það af offorsi viljans, þrá eftir því að hafa lifað eitthvað sögulegt á tímum þegar búið var að sann- færa okkur um að sögunni væri lokið. Á Íslandi gerist allt alltaf of seint. Þjóð með rænu og tilfinningu fyrir eigin fegurð hefði gert þessa byltingu fyrr. Byltingin heppnaðist að því leyti til að það tókst að losa okkur við ömurlega valdhafa. Í bili. Við tók eitthvað í líkingu við ekki neitt því íslenska vinstrið er fyrir löngu orðið vopnalaust. En á þeim bænum er mönnum sannarlega vor- kunn: það er varla í mannlegu valdi að fást við afleiðingarnar af langri valdatíð Sjálfstæðisflokksins á Íslandi. Dómkirkjur og andlit Af hverju þorði íslenska þjóðin ekki að kasta kirkju í andlitið á kvalara sínum fyrr en það var orðið algjörlega óumflýjanlegt? Nú er myrkt yfir landinu en flestir hjara enn í gaddinum. Eiríkur Guðmundsson veit af hverju. INNLENDIR VENDIPUNKTAR 2009 Eiríkur Guð- mundsson er bókmenntafræð- ingur, rithöfundur og einn umsjón- armanna útvarps- þáttarins Víðsjár á Rás eitt. Innlendir vendipunktar 2009 Fréttablaðið gerir upp árið með greinum um innlenda vendi- punkta eftir valda höfunda. Vend- ipunktarnir snúast um markverðar fréttir og atburði sem gerðust á árinu og gætu haft áhrif til fram- búðar á Íslandi. SILVIO BERLUSCONI „Hann er tákn einhvers mesta innihaldsleysis í sögu mann- kynsins. Hann er sjónvarpsskjár. Hann er ekki til. En það rennur í honum blóð og okkur brá þegar við sáum það leka niður andlit hans eftir að Massimo Tartaglia hafði kastað í hann dómkirkju.“ FRÉTTABLAÐIÐ / AP 1.000.0 JÁ, MILLJARÐUR! F í t o n / S Í A Ekki gleyma að vera með, fáðu þér miða fyrir klukkan fimm í dag á næsta sölustað eða á lotto.is Þrefaldur fyrsti vinningur stefnir í 380 milljónir og Ofurpotturinn stefnir í 620 milljónir.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.