Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.12.2009, Qupperneq 26

Fréttablaðið - 30.12.2009, Qupperneq 26
MARKAÐURINN 30. DESEMBER 2009 MIÐVIKUDAGUR2 V I Ð S K I P T I Á R S I N S N íu viðskipti komust á blað sem viðskipti ársins, að mati dóm- nefndar Markaðarins. Dóm- nefndin viðurkenndi að valið væri erfitt. Sumir sögðu mörg viðskipti hafa verið góð, aðrir að engin gætu fallið í þann flokk. 1. SÆTI Skráning hlutabréfa Össurar í kaup- höllina í Kaupmannahöfn í Danmörku í byrjun september fékk flest stig dóm- nefndar þetta árið. „Með því tókst fyr- irtækinu að nýta sér styrk kjölfestufjár- festis til að tryggja framtíðarfjármögnun fyrirtækisins,“ sagði einn dómnefndar- manna í rökstuðningi sínum fyrir valinu. Aðrir bentu á frábært uppgjör Össurar við erfiðar aðstæður auk þess að gengi hlutabréfa fyrirtækisins hafi hækkað mikið upp á síðkastið. Jón Sigurðsson, forstjóri Össurar, segir skráninguna afleiðingu af hruninu hér í fyrra. „Þegar gjaldeyrishöftin voru sett á í nóvember gátu erlendir hluthafar okkar ekki hugsað sér að vera með verð- mæti föst hér á landi. Þótt hluthafarnir erlendu væru mjög ánægðir með félagið sjálft urðu þeir afar óhressir með stað- setningu þess. Við ákváðum því að skrá félagið á þeim stað sem erlendir hluthaf- ar treysta best,“ segir Jón og bætir við að Danmörk hafi verið rökrétt skref. Stærsti hluthafahópurinn sé þaðan, svo sem líf- eyrissjóðurinn ADP. Þá sé þar í landi skráður góður hópur af fyrirtækjum á heilbrigðissviði. Skráning fyrirtækisins ytra fékk tals- verða umfjöllun í dönskum fjölmiðlum. Jón segir þrátt fyrir þetta erfitt að vera Íslendingur ytra. „Það er í raun ekki jákvætt fyrir fyrirtækið að ég skuli vera Íslendingur,“ segir hann en bætir við að þetta sé skammtímaástand sem muni líða hjá. „Við munum vinna okkur traust, en það tekur tíma.“ Talsverð eftirspurn varð eftir hluta- bréfunum og þurrkuðu lífeyrissjóðir og aðrir fagfjárfestar þau hlutabréf sem í boði voru. Þetta skilaði sér í lítilli hreyf- ingu með bréfin þar eð fjárfestar voru tregir til að selja nema fyrir hærra verð en markaðurinn bauð upp á. Ný hlutabréf Össurar voru gefin út ytra í nóvember í því skyni að auka flotið en við það komst hreyfing á veltuna. Aukn- ingin jafngilti því að hlutafé fyrirtæk- isins var aukið um tæp sjö prósent. Jón segir verðmyndun hlutabréfanna mun betri í dag en áður. Fjögur fyrirtæki greina Össur nú ytra. Þar á meðal er sænski bankinn SEB Enskilda, sem sá um skráningu fyrir- tækisins í Kaupmannahöfn. Í nýlegu og verulega uppfærðu verð- mati Enskilda á stoðtækjafyrirtækinu segir að uppgjör Össurar á þriðja árs- fjórðungi hafi verið talsvert yfir vænt- ingum þrátt fyrir vandræðagang í Banda- ríkjunum. Félagið eigi mikið inni enda vonir bundnar við rafeindastýrðar vörur Össurar með gervigreind auk þess sem vænta megi betri sölu í öðrum vöruflokk- um í nánustu framtíð. Á meðal varanna sem áætlað er að komi á markað á nýju ári er nýjasta kynslóð rafdrifinna Power- hnjáa. Valdimar Halldórsson, sérfræðingur hjá IFS Greiningu, sagði í samtali við Fréttablaðið á dögunum, mikla eftirspurn eftir bréfunum ekki koma sér á óvart enda rekstur Össurar sterkur og sjóðstreymið frábært. Skiljanlega vilji því þeir fjár- festar sem keyptu bréf fyrirtækisins á genginu fimm danskar krónur á hlut ekki selja þau í bili. Hæst fóru þau ytra í 6,15 danskar krónur á hlut, eða sem nemur 150 íslenskum krónum. Verðmat Enskilda hljóðar hins vegar upp á 8,2 krónur á hlut, eða 200 íslenskar krónur. Skráning Össurar í Kaupmannahöfn viðskipti ársins JÓN MEÐ VÖRURNAR Talsverður áhugi varð á stoðtækjafyrirtækinu Össuri á Norðurlöndunum um það leyti sem hlutabréf þess voru skráð á markað í Kaupmannahöfn. MARKAÐURINN/GVA Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum VALITOR um hvaða lausnir henta þér best. Við kappkostum að veita viðskiptavinum okkar framúrskarandi og skjóta þjónustu. VISA og Mastercard færsluhirðing! FYRIRTÆKJALAUSNIR VALITOR • Laugavegi 77 • 101 Reykjavík • fyrirt@valitor.is • www.valitor.is Áratugur á markaði Um miðjan október var áratugur síðan hlutabréf Össurar voru skráð á markað hér, sem þá nefndist Verðbréfaþing Íslands. Össur Kristinsson stofnaði stoðtækja- fyrirtækið árið 1971, ári eftir að hann sneri heim úr námi í stoðtækjafræðum í Stokkhólmi í Svíþjóð, sem þá var Mekka þeirra fræða á heimsvísu. Nokkru eftir stofnun fyrirtækisins hóf Össur að þróa silíkonhulsu sem klædd var upp á stúf þeirra sem misst höfðu útlim og gervifótur festur við. Eftir að hafa veðsett hús fjölskyldu sinnar og foreldra tryggði hann sér loks einkaleyfi fyrir hulsuna árið 1986. Þá tóku hjól- in að snúast af krafti og átti fyrirtækið í erfiðleikum með að anna eftirspurn. Þremur árum síðar steig Össur úr for- stjórastólnum og er nú nokkuð um liðið frá því að hann hafði afskipti af fyrir- tækinu. Jón Sigurðsson hafði setið við stýrið í þrjú ár þegar stoðtækjafyrirtækið var skráð á markað. Starfsmenn þá voru í kringum fimmtíu. Þeir eru nú á annað þúsund og áætlar forstjórinn að fyrirtækið sé nú 22-sinnum stærra en þegar hlutabréf þess voru fyrst tekin til viðskipta fyrir áratug. Stór hluti starfsemi fyrirtækisins í dag er í Bandaríkjunum og flytur Jón Sigurðsson þangað fljótlega. Óráðið er hversu dvölin ytra verður löng en hann reiknar með að hún verði endurskoðuð á um hálfsárs fresti. Mörg viðskipti komust á blað yfir þau bestu á árinu. Ein stóðu þó upp úr. Valið var sérstaklega erfitt og skiptist dóm- nefnd Markaðarins í tvö horn. Nokkrir dómnefndarmanna sögðu mörg lítil viðskipti hafa staðið upp úr, aðrir voru á nei- kvæðari nótum og sögðu engin eiga það skilið að teljast góð. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skoðaði valið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.