Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 64

Fréttablaðið - 30.12.2009, Page 64
40 30. desember 2009 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, kom nokkuð á óvart með því að velja hinn 19 ára FH-ing, Ólaf Guð- mundsson, í 17 manna EM-hópinn sem tilkynntur var í gær. Ólafur hefur ekki enn leikið landsleik en enginn efast um að þar er á ferð upprennandi stórskytta sem á klárlega eftir að gera það gott með landsliðinu í framtíðinni. „Ég fékk að vita af þessu í morgun [í gær] þegar Guð- mundur hringdi í mig. Það var afar ánægjulegt símtal. Ég bjóst ekkert endilega við því að vera valinn en ég var samt í síðasta hópi og hef verið að standa mig vel þannig að ég vonaði það besta,“ sagði Ólafur við Fréttablaðið í gær. „Ég er að sjálfsögðu hrikalega ánægður. Þetta eru stórar og flottar fréttir fyrir mig. Það er náttúru- lega ekkert alveg öruggt að ég fari út en ég mun mæta á æfingar, selja mig dýrt og gera mitt allra besta. Það er svo undir þjálfaranum komið hvort hann tekur mig með eða ekki.“ Hinn ungi Ólafur er í afar góðum félagsskap en alls eru 13 silfurverðlaunahafar frá ÓL í Peking af 17 leikmönnum í hópn- um. Þeir fjórir sem voru ekki á Ólympíuleikunum eru Ólafur, Aron Pálmarsson, Vignir Svavarsson og Þórir Ólafsson. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera valinn í þennan sterka hóp. Flott fyrir 19 ára strák sem á enn eftir að spila landsleik. Þetta er þess utan líklega einhver sterkasti landsliðshópur sem Ísland hefur átt lengi,“ sagði Ólafur sem finnst ekkert erfitt að æfa með öllum stjörnunum. „Ég fékk pínu sjokk þegar ég mætti fyrst enda allt strákar sem maður hefur verið að horfa á í sjónvarpinu lengi og litið upp til. Það rann af mér fljótt. Á endanum er þetta samt bara handbolti sem snýst um að henda boltanum í markið og skora meira en andstæðingurinn,“ sagði Ólafur. Skyttan unga segir ánægjulegt að leikmenn hér á Íslandi gleymist ekki hjá þjálfaranum. „Óskar Bjarni aðstoðarþjálfari fylgist auðvitað vel með og lætur Guð- mund vita af því hvernig við séum að spila. Það er jákvætt að menn hér heima eigi sama möguleika og aðrir.“ ÓLAFUR GUÐMUNDSSON ÚR FH: EINI NÝLIÐINN Í EM-HÓPI GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR LANDSLIÐSÞJÁLFARA Mikill heiður að vera valinn í þennan sterka hóp Enska úrvalsdeildin Aston Villa - Liverpool 0-1 0-1 Fernando Torres (93.). Bolton - Hull City 2-2 1-0 Ivan Klasnic (20), 2-0 Kevin Davies (61.), 2-1 Stephen Hunt (71.), 2-2 Stephen Hunt (78.). Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolt. Belgíska úrvalsdeildin Cercle Brügge - Standard Liege 2-0 Arnar Þór Viðarsson lék allan leikinn með C. Br. Þýska úrvalsdeildin Göppingen - Flensburg 30-27 Alexander Petersson skoraði 1 mark fyrir Flensb. Düsseldorf - Gummersbach 28-32 Sturla Ásgeirsson skoraði ekki fyrir Düsseldorf en Róbert Gunnarsson gerði 4 fyrir Gummersbach. Sænska úrvalsdeildin Solna - Örebro 77-78 Helgi Már Magnússon var með 11 stig fyrir Solna. 08 Stockholm - Sundsvall 74-90 Jakob Sigurðarson var með 23 stig fyrir Sundsvall. ÚRSLIT > Bað stuðningsmenn afsökunar Gylfi Þór Sigurðsson bað stuðningsmenn Reading afsökunar á lélegri frammistöðu leikmanna gegn Plymouth í fyrrakvöld. Þá mættust liðin í ensku B-deildinni og vann Plymouth 4-1 sigur. „Ég vil biðja alla þá stuðningsmenn sem komu á leikinn afsökunar. Ég veit ekki hvað við vorum að gera inni á vellinum – við áttum ekki skilið að fá neitt út úr leiknum. Við vorum búnir að spila ágætlega í síðustu leikjum en það er engu líkara en að við mættum ekki til leiks í þetta skiptið.“ FÓTBOLTI Fernando Torres reynd- ist enn og aftur sínum mönnum í Liverpool þyngdar sinnar virði í gulli er hann tryggði liðinu 1-0 sigur á Aston Villa á útivelli með marki í uppbótartíma. Tveir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi en í hinum gerðu Bolton og Hull 2-2 jafntefli. Eins og ítrekað hefur verið fjall- að um hefur tímabilið verið langt undir væntingum stuðningsmanna Liverpool en Torres sá til þess að liðið lauk árinu á jákvæðum nótum. Með sigrinum náði Liverpool afar mikilvægum stigum í baráttu þess um fjórða sæti deildarinnar – því síðasta sem veitir þátttöku- rétt í Meistaradeild Evrópu. Liðið er nú með 33 stig, fjórum á eftir Tottenham sem situr nú í fjórða sæti. Aston Villa er í því sjötta með 35 stig. Steven Gerrard komst nálægt því að skora fyrr í leiknum fyrir Liver- pool, sem og Stewart Downing hjá Aston Villa en Pepe Reina sá við honum. John Carew fékk einnig ágætt skallafæri fyrir heimamenn en hitti ekki markið. Leikurinn var að öðru leyti nokkuð tíðindalítill þar til Torres skoraði markið þýðingarmikla í uppbótartíma. „Um þetta snýst fótboltinn,“ sagði Gerrard eftir leikinn. „Maður verð- ur að halda áfram allt til enda og mér fannst við spila nokkuð vel í kvöld. Allir vita að þegar Fern- ando er upp á sitt besta stenst honum enginn snúning. Við viljum að hann haldi áfram á þessari braut og komi okkur í hóp efstu fjögurra liða deildarinnar.“ Grétar Rafn Steinsson lék allan leikinn með Bolton í gær og var nálægt því að tryggja sínum mönn- um sigur í uppbótartíma en skot hans fór af varnarmanni og hár- fínt framhjá marki Hull. Aðeins fáeinum andartökum síðar var hann svo aftur í eldlín- unni hinum megin á vellinum og kom í veg fyrir að varamaðurinn Jan Vennegoor of Hesselink stæli sigrinum fyrir Hull sem lenti 2- 0 undir í leiknum. Stephen Hunt skoraði tvívegis með skömmu millibili seint í leiknum og tryggði þannig Hull jafntefli. - esá Fernando Torres var hetja Liverpool sem vann góðan 1-0 útisigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í gær: Torres endaði árið vel fyrir Liverpool MARKAHETJAN Fernando Torres skoraði sitt 50. mark fyrir Liverpool í gær og tókst honum það á skemmri tíma en allir aðrir sem hafa náð þeim áfanga í sögu félagsins. NORDIC PHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.